Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2024 14:01 Donald Trump á sviði í Arizona í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. Þetta sagði Trump í viðtali á Fox í gær. Þá var hann spurður út í mögulega utanaðkomandi ógn sem gæti valdið usla á kjördag. Í stað þess að ræða það sneri Trump sé að innri óvinum. „Ég held að stærra vandamálið sé innri óvinurinn,“ sagði Trump. „Við erum með mjög slæmt fólk. Við erum með sjúkt fólk, öfga- vinstri geðsjúklinga og ég held að þeir séu stóra… og það væri mjög auðvelt að taka á því, ef þörf er á, með þjóðvarðliðinu, eða ef alger þörf er á, með hernum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá ummæli Trumps sem um ræðir. Trump to Bartiromo on what worries him about election day: "I think the bigger problem is the enemy from within ... sick people, radical left lunatics. And it should be easily handled by, if necessary, by National Guard, or if really necessary, by the military." pic.twitter.com/twRsilNJnz— Aaron Rupar (@atrupar) October 13, 2024 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Trump mikið talað um „innri óvini“ (e. Enemy within) í ræðum og ávörpum að undanförnu. Á laugardaginn notaði hann það orðalag um Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, sem stýrði rannsókn fulltrúadeildarinnar sem leiddi til fyrstu ákærunnar gegn Trump fyrir embættisbrot. Trump og ráðgjafar hans hafa unnið að áætlun um að breyta áherslum herafla Bandaríkjanna, verði hann forseti á nýjan leik. Meðal þess sem þessi áætlun er sögð fela í sér er að flytja þúsundir hermanna Bandaríkjanna á erlendri grundu aftur heim og koma þeim fyrir á landamærunum við Mexíkó. Þá heitir Trump því að „lýsa yfir stríði“ við stór glæpasamtök sem flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og nota sjóherinn til að mynda herkví um Bandaríkin og leita að fentaníli um borð í skipum sem siglt er þangað. Trump hefur einnig sagt að hann muni nota þjóðvarðlið Bandaríkjanna og mögulega herinn við að flytja milljónir farandfólks sem hefur ekki fengið dvalarleyfi í Bandaríkjunum úr landi. Vildi siga hernum á mótmælendur Trump hefur í gegnum árin oft leitað á náðir hersins. Ráðgjafar hans hafa farið á leitir við herinn um að Trump verði fluttur um í flugvél hersins í kosningabaráttunni, vegna tilrauna til að ráða hann af dögum. Á fyrsta kjörtímabili hans kallaði Trump ítrekað eftir því að hernum yrði beitt gegn mótmælendum og óreiðarseggjum í kjölfar dauða George Floyd, sem leiddi til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víðsvegar í landinu. Forsvarsmenn hersins mótmæltu því. Herforinginn Mark Milley, sem var formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, gaf til að mynda út minnisblað um að bandarískir hermenn sverðu þess eið að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna og gildi hennar. Nýverið kom fram að Milley hefði kallað Trump fasista. Í nýrri bók blaðamannsins Bob Woodward, er haft eftir Milley að hann hafi efast um geðheilsu Trumps en sé nú sannfærður um að Trump sé fasisti. Þá hefur Milley lýst yfir áhyggjum af því að hann óttast að verði Trump forseti aftur muni hann reyna að hefna sín á Milley og draga hann fyrir dóm. Trump hefur áður sagt að Milley ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Hernaður Kamala Harris Tengdar fréttir Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira
Þetta sagði Trump í viðtali á Fox í gær. Þá var hann spurður út í mögulega utanaðkomandi ógn sem gæti valdið usla á kjördag. Í stað þess að ræða það sneri Trump sé að innri óvinum. „Ég held að stærra vandamálið sé innri óvinurinn,“ sagði Trump. „Við erum með mjög slæmt fólk. Við erum með sjúkt fólk, öfga- vinstri geðsjúklinga og ég held að þeir séu stóra… og það væri mjög auðvelt að taka á því, ef þörf er á, með þjóðvarðliðinu, eða ef alger þörf er á, með hernum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá ummæli Trumps sem um ræðir. Trump to Bartiromo on what worries him about election day: "I think the bigger problem is the enemy from within ... sick people, radical left lunatics. And it should be easily handled by, if necessary, by National Guard, or if really necessary, by the military." pic.twitter.com/twRsilNJnz— Aaron Rupar (@atrupar) October 13, 2024 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Trump mikið talað um „innri óvini“ (e. Enemy within) í ræðum og ávörpum að undanförnu. Á laugardaginn notaði hann það orðalag um Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, sem stýrði rannsókn fulltrúadeildarinnar sem leiddi til fyrstu ákærunnar gegn Trump fyrir embættisbrot. Trump og ráðgjafar hans hafa unnið að áætlun um að breyta áherslum herafla Bandaríkjanna, verði hann forseti á nýjan leik. Meðal þess sem þessi áætlun er sögð fela í sér er að flytja þúsundir hermanna Bandaríkjanna á erlendri grundu aftur heim og koma þeim fyrir á landamærunum við Mexíkó. Þá heitir Trump því að „lýsa yfir stríði“ við stór glæpasamtök sem flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og nota sjóherinn til að mynda herkví um Bandaríkin og leita að fentaníli um borð í skipum sem siglt er þangað. Trump hefur einnig sagt að hann muni nota þjóðvarðlið Bandaríkjanna og mögulega herinn við að flytja milljónir farandfólks sem hefur ekki fengið dvalarleyfi í Bandaríkjunum úr landi. Vildi siga hernum á mótmælendur Trump hefur í gegnum árin oft leitað á náðir hersins. Ráðgjafar hans hafa farið á leitir við herinn um að Trump verði fluttur um í flugvél hersins í kosningabaráttunni, vegna tilrauna til að ráða hann af dögum. Á fyrsta kjörtímabili hans kallaði Trump ítrekað eftir því að hernum yrði beitt gegn mótmælendum og óreiðarseggjum í kjölfar dauða George Floyd, sem leiddi til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víðsvegar í landinu. Forsvarsmenn hersins mótmæltu því. Herforinginn Mark Milley, sem var formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, gaf til að mynda út minnisblað um að bandarískir hermenn sverðu þess eið að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna og gildi hennar. Nýverið kom fram að Milley hefði kallað Trump fasista. Í nýrri bók blaðamannsins Bob Woodward, er haft eftir Milley að hann hafi efast um geðheilsu Trumps en sé nú sannfærður um að Trump sé fasisti. Þá hefur Milley lýst yfir áhyggjum af því að hann óttast að verði Trump forseti aftur muni hann reyna að hefna sín á Milley og draga hann fyrir dóm. Trump hefur áður sagt að Milley ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Hernaður Kamala Harris Tengdar fréttir Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira
Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23
Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14