Kamala Harris

Fréttamynd

Hafnar frekari kapp­ræðum við Har­ris

Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags.

Erlent
Fréttamynd

Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri

Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist.

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn

Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Trump verði á­fram Trump en meira í húfi fyrir Harris

Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden.

Erlent
Fréttamynd

„Gætu orðið á­hrifa­mestu kapp­ræður allra tíma“

Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að skipa repúblikana í ráðu­neyti sitt

Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta.

Erlent
Fréttamynd

Harris og Walz veita loks við­tal

Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst.

Erlent
Fréttamynd

„Walz þjálfari“ hvatti Demó­krata til dáða

Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 

Erlent