Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 22:29 Harris hélt ræðu fyrir framan stuðningsfólk sitt í kvöld. Hún hafði áður hringt í Trump og óskað honum til hamingju. getty Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. Kamala sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst varð að hún yrði ekki næsti Bandaríkjaforseti, heldur mótframbjóðandi hennar Donald Trump. Síðan þá hefur staða Harris í kosningunum einungis versnað og nú er ljóst að hún mun ekki fá fleiri atkvæði en Trump, nokkuð sem Hillary Clinton tókst þrátt fyrir ósigur árið 2016. Mun aldrei gefa baráttuna upp á bátinn Harris hélt ræðu við Howard háskóla í Washington í kvöld. Þar stappaði hún stálinu í stuðningsmenn sína. „Á sama tíma og ég játa ósigur í þessum kosningum, þá mun ég aldrei játa ósigur í þeirri baráttu sem dreif þetta áfram,“ sagði Harris. „Baráttan fyrir frelsi, fyrir tækifærum, fyrir sanngirni og reisn allra. Baráttan fyrir þeirri hugsjón sem býr í hjarta okkar, hugsjón sem sýnir Bandaríkin í blóma. Það er barátta sem ég mun aldrei gefa upp á bátinn.“ „Baráttan fyrir frelsi verður verður erfiðisvinna. En eins og ég segi alltaf, okkur líkar við erfiðisvinnu. Erfiðisvinna er góð vinna, getur verið góð skemmtileg vinna. Baráttan fyrir landinu okkar er alltaf þess virði,“ sagði Harris einnig. Biður fyrir fólki í valdastöðum Hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungu stuðningsfólki og ræddi réttinn til þungunarrofs. „Stundum tekur baráttan tíma, en það þýðir ekki að við munum ekki vinna. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp í því að gera heiminn betri. Þið hafið völd og ekki hlusta á fólk þegar það segir að eitthvað sé ómögulegt því það hefur ekki verið gert hingað til.“ Fleiri stórir leikendur í bandarískum stjórnmálum hafa tjáð sig, til dæmis fyrrverandi samherji Trump og varaforseti Mike Pence á samfélagsmiðlinum X. Hann óskaði Trump til hamingju. The American people have spoken and Karen and I send our sincere congratulations to President-Elect Donald Trump and his family on his election as 47th President of the United States. We also send our congratulations to Vice President-Elect J.D. Vance and his family on his…— Mike Pence (@Mike_Pence) November 6, 2024 „Við munum áfram biðja fyrir þeim sem eru í valdastöðu og ég hvet hvern Bandaríkjamann til þess að fylgja okkur í því að biðja fyrir næsta forseta, varaforseta og kjörnum embættismönnum á hverju sviði. Guð blessi Bandaríkin,“ skrifaði Pence. „Jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála“ Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti óskaði Trump til hamingju með niðurstöðuna sem hann sagði vera vissulega ekki þá sem hann hann hafi óskað sér. „En það að búa við lýðræði snýst um að viðurkenna að okkar sjónarhorn verður ekki alltaf fyrir valinu, og að viðurkenna friðsamleg valdaskipti,“ skrifaði Obama. Here's our statement on the results of the 2024 presidential election: pic.twitter.com/lDkNVQDvMn— Barack Obama (@BarackObama) November 6, 2024 „Í landi sem er jafn stórt og fjölbreytilegt og okkar, munum við ekki alltaf sjá allt sömu augum. En til að framfarir eigi sér stað verðum við að geta boðið fram traust og góðvild - jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála. Þannig höfum við komist svona langt, og þannig munum við halda áfram að byggja land sem er sanngjarnara og réttlátara, með meira jafnrétti og meira frelsi.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Kamala sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst varð að hún yrði ekki næsti Bandaríkjaforseti, heldur mótframbjóðandi hennar Donald Trump. Síðan þá hefur staða Harris í kosningunum einungis versnað og nú er ljóst að hún mun ekki fá fleiri atkvæði en Trump, nokkuð sem Hillary Clinton tókst þrátt fyrir ósigur árið 2016. Mun aldrei gefa baráttuna upp á bátinn Harris hélt ræðu við Howard háskóla í Washington í kvöld. Þar stappaði hún stálinu í stuðningsmenn sína. „Á sama tíma og ég játa ósigur í þessum kosningum, þá mun ég aldrei játa ósigur í þeirri baráttu sem dreif þetta áfram,“ sagði Harris. „Baráttan fyrir frelsi, fyrir tækifærum, fyrir sanngirni og reisn allra. Baráttan fyrir þeirri hugsjón sem býr í hjarta okkar, hugsjón sem sýnir Bandaríkin í blóma. Það er barátta sem ég mun aldrei gefa upp á bátinn.“ „Baráttan fyrir frelsi verður verður erfiðisvinna. En eins og ég segi alltaf, okkur líkar við erfiðisvinnu. Erfiðisvinna er góð vinna, getur verið góð skemmtileg vinna. Baráttan fyrir landinu okkar er alltaf þess virði,“ sagði Harris einnig. Biður fyrir fólki í valdastöðum Hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungu stuðningsfólki og ræddi réttinn til þungunarrofs. „Stundum tekur baráttan tíma, en það þýðir ekki að við munum ekki vinna. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp í því að gera heiminn betri. Þið hafið völd og ekki hlusta á fólk þegar það segir að eitthvað sé ómögulegt því það hefur ekki verið gert hingað til.“ Fleiri stórir leikendur í bandarískum stjórnmálum hafa tjáð sig, til dæmis fyrrverandi samherji Trump og varaforseti Mike Pence á samfélagsmiðlinum X. Hann óskaði Trump til hamingju. The American people have spoken and Karen and I send our sincere congratulations to President-Elect Donald Trump and his family on his election as 47th President of the United States. We also send our congratulations to Vice President-Elect J.D. Vance and his family on his…— Mike Pence (@Mike_Pence) November 6, 2024 „Við munum áfram biðja fyrir þeim sem eru í valdastöðu og ég hvet hvern Bandaríkjamann til þess að fylgja okkur í því að biðja fyrir næsta forseta, varaforseta og kjörnum embættismönnum á hverju sviði. Guð blessi Bandaríkin,“ skrifaði Pence. „Jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála“ Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti óskaði Trump til hamingju með niðurstöðuna sem hann sagði vera vissulega ekki þá sem hann hann hafi óskað sér. „En það að búa við lýðræði snýst um að viðurkenna að okkar sjónarhorn verður ekki alltaf fyrir valinu, og að viðurkenna friðsamleg valdaskipti,“ skrifaði Obama. Here's our statement on the results of the 2024 presidential election: pic.twitter.com/lDkNVQDvMn— Barack Obama (@BarackObama) November 6, 2024 „Í landi sem er jafn stórt og fjölbreytilegt og okkar, munum við ekki alltaf sjá allt sömu augum. En til að framfarir eigi sér stað verðum við að geta boðið fram traust og góðvild - jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála. Þannig höfum við komist svona langt, og þannig munum við halda áfram að byggja land sem er sanngjarnara og réttlátara, með meira jafnrétti og meira frelsi.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira