Innlent

Sendur í leyfi eftir um­fjöllun Kveiks

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla.
Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla. vísir/vilhelm

Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum sínum á meðferðarheimilinu. Úlfur tjáði sig opinskátt um alvarlega stöðu sem uppi væri á Stuðlum í fréttaskýringarþættinum Kveik í gær. 

Rúv greinir frá því að Barna- og fjölskyldustofa hafi sent Úlf í leyfi.  

Í fyrrnefndum Kveiksþætti var fjallað um mikið álag og þung mál sem hefur verið til umfjöllunar um nokkurt skeið. Meðal annars var vikið að aldursskiptingu skjólstæðinga og öryggis starfsmanna. Sagði Úlfur meðal annars að á síðustu fjórum mánuðum hefðu sjö starfsmenn orðið fyrir höfuðhöggi af hálfu skjólstæðinga. 

Ekki liggur fyrir hvers vegna Úlfur hefur verið sendur í leyfi. Hann vildi ekki tjá sig við fréttastofu Rúv, en vísaði á Barna- og fjölskyldustofu, sem tjá sig ekki um einstök mál. 


Tengdar fréttir

Glæstar vonir en gallað kerfi

Aðeins þrjú ungmenni hafa verið lögð inn á afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni á Landspítalanum síðasta eina og hálfa árið. Við opnun deildarinnar árið 2020 var hún sögð „framsækið“ úrræði sem myndi taka við þremur ungmennum á viku. Framkvæmdarstjóri Stuðla segir allt of flókið að leggja barn inn á deildina. Tæplega tveggja ára starfsemistölur gefa sterkar vísbendingar um að deildin gagnist lítið.

Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn

Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×