Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 08:01 Lögregluþjónar að störfum nærri heimili Skripal árið 2018. Getty/Jack Taylor Taugaeitrið sem rússneskir útsendarar höfðu komið fyrir í ilmvatnsflösku og skilið eftir á glámbekk í Bretlandi árið 2018, eftir að þeir reyndu að ráða njósnarann Sergei Skripal af dögum, var í nægjanlegu magni til að drepa þúsundir manna. Hin 44 gamla Dawn Sturgess dó eftir að hún sprautaði því sem hún hélt að væri ilmvatn á sig. Ráðamenn í Bretlandi standa í þeirri trú að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega veitt banatilræðinu blessun sína. Þetta er meðal þess sem fram kom í gær á fyrsta degi opinberrar rannsóknar á dauða Sturgess, sem fer fram í Salisbury og mun líklega standa yfir til desember. Þar er verið að skoða hvað leiddi til dauða hennar og munu fjölmörg vitni bera vitni við rannsóknina. Skripal sjálfur sendi yfirlýsingu sem lesin var í gær en þar sagðist hann einnig telja að Pútín hefði gefið skipunina, eða í það minnsta leyfi sitt fyrir banatilræðinu. Einn lögmannanna sem koma að rannsókninni sagði, samkvæmt Sky News að Sturgess hefði dáið vegna ólöglegs og svívirðilegs banatilræðis. Þá sagði hann að tilræðismennirnir hefðu sýnt viðurstyggilega lítilsvirðingu fyrir mannslífum, með því að skilja nægt taugaeitur eftir til að bana þúsundum manna eftir á glámbekk. Smygluðu taugaeitrinu í ilmvatnsflösku Útsendarar frá leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, ferðuðust til Bretlands í og sprautuðu taugaeitrinu Novichok, sem er að skilgreint sem gereyðingarvopn og var þróað á tímum Sovétríkjanna, á hurðarhún á heimili Skripals þann 3. mars. Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir eitrun og létu bæði næstum því lífið. Skripal var á árum áður háttsettur innan GRU en veitti bresku leyniþjónustunni MI6 reglulega upplýsingar um árabil. Þegar hann stafaði í sendiráði Rússa í Madríd byrjaði hann að selja upplýsingar til Breta og hélt því áfram þegar hann flutti til Moskvu. Hann er sagður hafa skrifað upplýsingar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans flutti þessar bækur svo til Spánar og afhenti þær Bretum. Skripal var svo handtekinn árið 2004, eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Honum var svo sleppt í fangaskiptum árið 2010. Sjá einnig: Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Áðurnefndir útsendarar eru taldir hafa skilið Nina Ricci Premier Jour ilmvatnsflöskuna sem þeir notuðu til að smygla taugaeitrinu til landsins eftir á glámbekk. Ekki kom fram í gær hvar nákvæmlega flaskan var skilin eftir. Handtökuskipun var gefin á hendur mannanna tveimur og einum til viðbótar sem talinn er hafa aðstoðað þá. Nokkrum dögum síðar var birt viðtal við þá í RT, einum af ríkismiðlum Rússlands, þar sem þeir sögðust vera ferðamenn sem hefðu viljað sjá dómkirkju Salisbury. Nokkrum árum síðar var svo lýst eftir þessum sömu mönnum í Tékklandi vegna stórrar sprengingar í vopnageymslu árið 2014. Annar mannanna, Anatoliy Chepiga, var ofursti í GRU og hafði margsinnis verið heiðraður fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og innan GRU. Hann hlaut meðal annars æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en hún er yfirleitt veitt persónulega af Pútín. Pútín staðhæfði svo sjálfur að mennirnir væru óbreyttir borgarar, sem þeir eru ekki. Sama taugaeitur var notað til að eitra fyrir Alexei Navalní. Fann flöskuna á glámbekk og tók heim Nærri því fjórum mánuðum eftir banatilræðið gegn Skripal, eða þann 30. júní 2018 er Charlie Rowley, maki Sturgess, sagður hafa fundið ilmvatnsflöskuna, og fór hann með hana heim til þeirra. Þar sprautaði hún taugaeitri á sig og dó. Hann varð alvarlega veikur en lifði af. Fram kom í gær að Sturgess sprautaði á sig og fór inn á baðherbergi. Þar kom Rowley að henni skömmu síðar þar sem hún lá á gólfinu, kipptist til og froðufelldi. Hún lést svo á sjúkrahúsi. Foreldrar hennar sögðu í Salisbury í að þau vonuðust til þess að rannsóknin svaraði spurningum sem fjölskylda hennar hefði hingað til ekki fengið svör við. Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Ráðamenn í Bretlandi standa í þeirri trú að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega veitt banatilræðinu blessun sína. Þetta er meðal þess sem fram kom í gær á fyrsta degi opinberrar rannsóknar á dauða Sturgess, sem fer fram í Salisbury og mun líklega standa yfir til desember. Þar er verið að skoða hvað leiddi til dauða hennar og munu fjölmörg vitni bera vitni við rannsóknina. Skripal sjálfur sendi yfirlýsingu sem lesin var í gær en þar sagðist hann einnig telja að Pútín hefði gefið skipunina, eða í það minnsta leyfi sitt fyrir banatilræðinu. Einn lögmannanna sem koma að rannsókninni sagði, samkvæmt Sky News að Sturgess hefði dáið vegna ólöglegs og svívirðilegs banatilræðis. Þá sagði hann að tilræðismennirnir hefðu sýnt viðurstyggilega lítilsvirðingu fyrir mannslífum, með því að skilja nægt taugaeitur eftir til að bana þúsundum manna eftir á glámbekk. Smygluðu taugaeitrinu í ilmvatnsflösku Útsendarar frá leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, ferðuðust til Bretlands í og sprautuðu taugaeitrinu Novichok, sem er að skilgreint sem gereyðingarvopn og var þróað á tímum Sovétríkjanna, á hurðarhún á heimili Skripals þann 3. mars. Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir eitrun og létu bæði næstum því lífið. Skripal var á árum áður háttsettur innan GRU en veitti bresku leyniþjónustunni MI6 reglulega upplýsingar um árabil. Þegar hann stafaði í sendiráði Rússa í Madríd byrjaði hann að selja upplýsingar til Breta og hélt því áfram þegar hann flutti til Moskvu. Hann er sagður hafa skrifað upplýsingar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans flutti þessar bækur svo til Spánar og afhenti þær Bretum. Skripal var svo handtekinn árið 2004, eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Honum var svo sleppt í fangaskiptum árið 2010. Sjá einnig: Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Áðurnefndir útsendarar eru taldir hafa skilið Nina Ricci Premier Jour ilmvatnsflöskuna sem þeir notuðu til að smygla taugaeitrinu til landsins eftir á glámbekk. Ekki kom fram í gær hvar nákvæmlega flaskan var skilin eftir. Handtökuskipun var gefin á hendur mannanna tveimur og einum til viðbótar sem talinn er hafa aðstoðað þá. Nokkrum dögum síðar var birt viðtal við þá í RT, einum af ríkismiðlum Rússlands, þar sem þeir sögðust vera ferðamenn sem hefðu viljað sjá dómkirkju Salisbury. Nokkrum árum síðar var svo lýst eftir þessum sömu mönnum í Tékklandi vegna stórrar sprengingar í vopnageymslu árið 2014. Annar mannanna, Anatoliy Chepiga, var ofursti í GRU og hafði margsinnis verið heiðraður fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og innan GRU. Hann hlaut meðal annars æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en hún er yfirleitt veitt persónulega af Pútín. Pútín staðhæfði svo sjálfur að mennirnir væru óbreyttir borgarar, sem þeir eru ekki. Sama taugaeitur var notað til að eitra fyrir Alexei Navalní. Fann flöskuna á glámbekk og tók heim Nærri því fjórum mánuðum eftir banatilræðið gegn Skripal, eða þann 30. júní 2018 er Charlie Rowley, maki Sturgess, sagður hafa fundið ilmvatnsflöskuna, og fór hann með hana heim til þeirra. Þar sprautaði hún taugaeitri á sig og dó. Hann varð alvarlega veikur en lifði af. Fram kom í gær að Sturgess sprautaði á sig og fór inn á baðherbergi. Þar kom Rowley að henni skömmu síðar þar sem hún lá á gólfinu, kipptist til og froðufelldi. Hún lést svo á sjúkrahúsi. Foreldrar hennar sögðu í Salisbury í að þau vonuðust til þess að rannsóknin svaraði spurningum sem fjölskylda hennar hefði hingað til ekki fengið svör við.
Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira