Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 15:49 Alexei Moskaljov sat í fangelsi í 22 mánuði vegna teikningar dóttur hans sem rússnesk yfirvöld töldu ófrægja herinn. AP Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. Dóttir Alexei Moskaljov var tólf ára gömul þegar hún teiknaði mynd af konu með úkraínskan fána sem hélt hlífiskildi yfir barni sínu fyrir rússneskri eldflaugaárás í myndmenntartíma skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Skólastjórinn í bænum Jefremov nærri Túla hringdi á lögregluna og stúlkan var yfirheyrð af fulltrúum leyniþjónustunnar FSB og faðir hennar sömuleiðis. Leyniþjónustumennirnir sögðu Moskaljov að hann æli dóttur sína „rangt“ upp, að sögn Washington Post. Moskaljov var kærður fyrir áróður gegn stríðinu og sektaður en í desember 2022 var hann svo ákærður fyrir að bera út óhróður um rússneska herinn. Stuðningskona Moskaljov-fjölskyldunnar í bol með mynd af Möshu Moskaljov. Faðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir teikningu hennar.Vísir/EPA Dótturinni var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þar sem móðir hennar neitaði að taka við henni. Moskaljov hafði alið hana einn upp frá þriggja ára aldri. Hann reyndi að flýja land en var handsamaður og stungið í fangelsi. Stúlkunni var á endanum komið til móður sinnar. Moskaljov var loks látinn laus í dag. Hann sagði fjölmiðlamönnum sem tóku á móti honum að það hefði verið dóttir hans sem hélt honum gangandi innan veggja fangelsisins þar sem hann sætti illri meðferð. Hundruð barna handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og þrengja að frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í landinu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að hann hóf innrásstríð sitt hans í Úkraínu. Rússneskir skólar eru sagðir dreifa áróðri stjórnvalda um stríðið og kennarar og nemendur sem lýsa andstöðu við stríðið fá að kenna á því. Maður gengur framhjá veggmynd af rússneskum hermanni í bænum Jefremov þar sem Moskaljov-fjölskyldan bjó.Vísir/EPA Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að á sjötta hundrað barna hafi verið handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu og að tuttugu skólabörn hafi hlotið þunga fangelsisdóma fyrir ýmis konar andóf, þar á meðal að reyna að trufla vopnasendingar til Úkraínu. Tugir þeirra eru sagðir á lista stjórnvalda yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Samtökin segja mál Moskaljov hluti af ógnvekjandi þróun í Rússlandi þar sem ungmennum sem eru mótfallin stríðinu og fjölskyldum þeirra sé ógnað á sama tíma og börn sé þvinguð inn í hervætt samfélag sem þolir ekkert andóf. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tjáningarfrelsi Erlend sakamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Dóttir Alexei Moskaljov var tólf ára gömul þegar hún teiknaði mynd af konu með úkraínskan fána sem hélt hlífiskildi yfir barni sínu fyrir rússneskri eldflaugaárás í myndmenntartíma skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Skólastjórinn í bænum Jefremov nærri Túla hringdi á lögregluna og stúlkan var yfirheyrð af fulltrúum leyniþjónustunnar FSB og faðir hennar sömuleiðis. Leyniþjónustumennirnir sögðu Moskaljov að hann æli dóttur sína „rangt“ upp, að sögn Washington Post. Moskaljov var kærður fyrir áróður gegn stríðinu og sektaður en í desember 2022 var hann svo ákærður fyrir að bera út óhróður um rússneska herinn. Stuðningskona Moskaljov-fjölskyldunnar í bol með mynd af Möshu Moskaljov. Faðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir teikningu hennar.Vísir/EPA Dótturinni var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þar sem móðir hennar neitaði að taka við henni. Moskaljov hafði alið hana einn upp frá þriggja ára aldri. Hann reyndi að flýja land en var handsamaður og stungið í fangelsi. Stúlkunni var á endanum komið til móður sinnar. Moskaljov var loks látinn laus í dag. Hann sagði fjölmiðlamönnum sem tóku á móti honum að það hefði verið dóttir hans sem hélt honum gangandi innan veggja fangelsisins þar sem hann sætti illri meðferð. Hundruð barna handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og þrengja að frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í landinu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að hann hóf innrásstríð sitt hans í Úkraínu. Rússneskir skólar eru sagðir dreifa áróðri stjórnvalda um stríðið og kennarar og nemendur sem lýsa andstöðu við stríðið fá að kenna á því. Maður gengur framhjá veggmynd af rússneskum hermanni í bænum Jefremov þar sem Moskaljov-fjölskyldan bjó.Vísir/EPA Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að á sjötta hundrað barna hafi verið handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu og að tuttugu skólabörn hafi hlotið þunga fangelsisdóma fyrir ýmis konar andóf, þar á meðal að reyna að trufla vopnasendingar til Úkraínu. Tugir þeirra eru sagðir á lista stjórnvalda yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Samtökin segja mál Moskaljov hluti af ógnvekjandi þróun í Rússlandi þar sem ungmennum sem eru mótfallin stríðinu og fjölskyldum þeirra sé ógnað á sama tíma og börn sé þvinguð inn í hervætt samfélag sem þolir ekkert andóf.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tjáningarfrelsi Erlend sakamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira