Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi 12. desember 2015 18:30 Strákarnir okkar eru á leið á EM. vísir/vilhelm/afp Ísland má telja sig nokkuð heppið með þá andstæðinga sem liðið fær á EM 2016 næsta sumar. Liðið mætir Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi og á góðan möguleika á að fara áfram í 16-liða úrslitin. Íslenska karlalandsliðið verður í fyrsta sinn í pottinum en strákarnir okkar unnu sér inn keppnisrétt á mótinu með því að hafna í öðru sæti A-riðils í undankeppninni. Byrjað var á að draga lið úr fyrsta styrkleikaflokki en að því loknu var snúið sér að þeim fjórða, flokki Íslands. Kúla Íslands kom síðustu úr skálinni sem þýddi að liðið drógst í F-riðil, þann sama og Portúgal sem er með stórstjörnuna Cristiano Ronaldo innbyrðis. Ísland fékk svo Ungverjaland úr þriðja styrkleikaflokki en þegar aðeins tvær kúlur voru eftir í þeirri skál komu aðeins Ungverjaland og Svíþjóð, heimaland Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara, til greina. Sterkt lið Austurríkis kom svo úr öðrum styrkleikaflokki en ljóst er að Ísland hefði getað fengið mun sterkari riðil en strákarnir fengu í dag. Liðið mun spila leiki sína dagana 14. júní (gegn Portúgal í Saint-Etienne), 18. júní (gegn Ungverjalandi í Marseille) og 22. júní (gegn Austurríki á Stade de France í Saint-Denis). Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.Pottur 1: Spánn, Þýskaland, England, Portúgal, BelgíaPottur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía, ÚkraínaPottur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, UngverjalandPottur 4: Tyrkland, Írland, ÍSLAND, Wales, Albanía, Norður-Írland A-riðill: Frakkland, Albanía, Rúmenía, Sviss. B-riðill: England, Wales, Slóvakía, Rússland. C-riðill: Þýskaland, Norður-Írland, Pólland, Úkraína. D-riðill: Spánn, Tyrkland, Tékkland, Tékkland, Króatía. E-riðill: Belgía, Írland, Svíþjóð, Ítalía.F-riðill: Portúgal, Ísland, Ungverjaland, Austurríki.Leikir Íslands: 14. júní kl. 19.00 í Saint-Etienne (42 þúsund sæti): Portúgal - Ísland 18. júní kl. 16.00 í Marseille (67 þúsund sæti): Ísland - Ungverjaland 22. júní kl. 16.00 á Stade de France (81 þúsund sæti): Ísland - Austurríki[Bein lýsing] 18.30 Segjum þessari lýsingu lokið. Viðtal við Heimi Hallgrímsson væntanlegt. 18.19 Austurríkismenn fagna eins og við Íslendingar og kalla F-riðil sannkallaðan draumariðil. 18.17 Þess má geta að Austurríki og Ungverjaland eru nátengdar þjóðir, auk þess að vera vitanlega grannríki. Það verður því meira undir en bara þrjú stig þegar þau mætast í Bordeaux þann 14. júní. 18.15 Hér má lesa um hvernig viðbrögð Íslendinga voru við drættinum á Twitter. 18.08 Ísland fékk stóra leikvanga. Saint-Etienne tekur 42 þúsund manns í sæti, Marseille 67 þúsund og Stade de France 81 þúsund. Ísland ætti að fá um 20 prósent miðanna þannig að margir ættu að komast á hvern leik, vonandi allir sem vilja. 18.02 Erum við ekki bara nokkuð ánægð með þetta, heilt yfir? Fengum líklega "auðveldustu" þjóðirnar úr fyrsta og þriðja styrkleikaflokki. Austurríki var ekki ofarlega á óskalistanum, enda með afar sterkt lið, en það eru klárlega góðir möguleikar fyrir hendi. 17.53 Ítalía fór í E-riðil. Sem þýðir að við fáum Austurríki. Mætum Austurríki á Stade de France þann 22. júní í lokaleik riðilsins. 17.52 Ísland fær annað hvort Austurríki eða Ítalíu. 17.49 Byrjað að draga úr öðrum styrkleikaflokki. Sviss kom fyrst upp. Við fáum eðlilega liðið sem kemur síðast úr pottinum. 17.47 Ungverjaland verður F4 sem þýðir að við mætum þeim í Marseille þann 18. júní klukkan 16.00. 17.45 Svíþjóð í E-riðil. Við fáum Ungverjaland! 17.45 Slóvakía, Pólland og Tékkland farin úr þriðja styrkleikaflokki. Þá eru aðeins Svíþjóð og Ungverjaland eftir. 17.42 Rúmenía verður lið A2 sem þýðir að opnunarleikur EM 2016 verður Frakkland - Rúmenía í Saint-Denis þann 10. júní. 17.40 Ísland verður með Portúgal í riðli og spilar leiki sína í Saint-Etienne 14. júní, Marseille 18. júní og Saint-Denis rétt norðan við París 22. júní. Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik þann 14. júní klukkan 19.00. Leikurinn fer fram í Saint-Etienne. 17.39 Norður-Írland í E-riðli. Sem þýðir að Ísland er í F-riðli með Portúgal! 17.37 Tyrkland í D-riðil. Við fáum annað hvort Belgía eða Portúgal. 17.36 Wales í B-riðil, með Englandi! Ja, hérna. Við vorum spenntir fyrir því að fara með Ísland í B-riðilinn. Norður-Írland svo í C-riðli með Þýskalandi.17.35 Albanía kom fyrst og verður með Frakklandi í A-riðli. Ísland fær því ekki opnunarleikinn. 17.32 Þá er búið að draga úr fyrsta styrkleikaflokki og spennan magnast! 17.28 Þá er þetta byrjað! Trezeguet byrjar á að "draga" Frakkland úr pottinum en það var vitað. Næsta þjóð, takk! 17.26 Farið yfir praktísk atriði. Það sem mestu máli skiptir er að muna að það verður fyrst dregið úr fyrsta styrkleikaflokki, svo okkar (fjórða), svo þriðja og loks öðrum. Þannig að við vitum snemma hvaða stórþjóð við fáum úr fyrsta styrkleikaflokki. 17.24 Gianni Infantino, framkvæmdastjóri UEFA og frambjóðandi til forseta FIFA, er nú á sviðinu og byrjar á að votta frönsku þjóðinni samhug sinn vegna hryðjuverkanna í París 13. nóvember síðastliðinn. 17.21 Antonin Panenka, maðurinn sem bjó til Panenka-vítið, er fenginn á sviðið til að aðstoða við dráttinn. Oliver Bierhoff og David Trezeguet, gamlar EM-hetjur sinna þjóða, eru sömuleiðis kallaðir til. Sem og Angelos Charisteas, hetja Grikkja frá EM 2004. 17.17 Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari ríkjandi Evrópumeistara Spánar, var að skila bikarnum. Hann mun sóma sér ljómandi vel í Laugardalnum. 17.16 David Guetta verður tónlistarstjóri EM 2016 og því um að gera að ræða við hann, sem þeir Ruud og Bixente voru að gera. 17.12 Fyrsta beina Íslandstengingin komin. Dansarar klæddur í boli í fánalitum hverrar þátttökuþjóðar og íslenski dansarinn ber auðvitað höfuð og herðar yfir alla aðra. Stórglæsileg. 17.05 Svo er verið að kynna borgirnar. Byrjað á Bordeaux. Svo Lille. Farið hratt yfir málin. Við erum ánægð með það. 17.02 Veislan er byrjuð! Ruud Gullit og Bixente Lizarazu bjóða áhorfendur í sal og heima í stofu velkomna. Þeir hafa þetta stutt svo að fyrsta dansatriði kvöldsins geti hafist. Það er jú það sem við erum öll að bíða eftir. 16.50 Nú styttist í að drátturinn hefjist og bíður öll þjóðin spennt. Ögmundur Kristinsson, einn landsliðsmarkvarða Íslands, fær þó ekki að fylgjast með drættinum þar sem hann gengur í það heilaga nánast á sama tíma. Til stóð að Ögmundur átti að gifta sig á meðan EM stæði næsta sumar en þegar íslenska liðið komst á mótið var brúðkaupsdeginum flýtt. Við óskum Ögmundi og Söndru, unnustu, hans til hamingju með daginn. 16.45 Samkvæmt blaðamönnum enska blaðsins The Guardian er Ísland 13. besta liðið á EM og er þar fyrir ofan lið í öðrum styrkleikaflokki eins og Rússland og Sviss. Frakkar eru í efsta sæti styrkleikalista Guardian en meira um þetta má lesa hér. Krúttlegur sprengjuleitarhundur klár til starfa.vísir/afp16.40 Eðlilega er mikill viðbúnaður við Palais des congrès eftir voðaverkin sem framin voru í París á dögunum. Heill her lögreglumanna passar upp á svæðið og svo eru sprengjuleitarhundar til taks. Það verður passað upp á öryggi allra sem þarna eru. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson verða á staðnum ásamt auðvitað formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni. 16.35 Upp á ferðalög stuðningsmanna að gera væri best fyrir Ísland að dragast í A-riðil með gestgjöfum Frakka. Hann er spilaður á hvað þrengsta svæðinu í París, Lens og Lille. B-riðill er alveg hræðilegur þegar horft er til ferðalagsins. Hann er spilaður í Bordeaux, Lille og St. Étienne. 16.30 Drátturinn í dag fer fram á tónleikastaðnum Palais des congrès í 17. hverfinu í París. Fyrir áhugasama var húsið hannað af franska arkitektinum Guillaume Gillet. Kynnar kvöldsins eru tveir fyrrverandi fótboltamenn; Hollendingurinn Ruud Gullit og franski bakvörðurinn Bixente Lizarazu. Gullit varð Evrópumeistari með Hollandi 1988 og Lizarazu með Frakklandi 1998. 16.25 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, ræddi við Fréttablaðið um dráttinn. Í grein sem má lesa hér segir Eyjamaðurinn að hann á sér enga óskamótherja. 16.20 Eftir daginn í dag verður ljóst við hverja og hvar íslenska liðið spilar á EM í Frakklandi næsta sumar. Þá er næsta skref að fara að hugsa um að næla sér í miða. Öllum helstu spurningum varðandi miðasöluna er svarað hér. 16.15 Fólk hefur verið að leika sér að setja upp hina og þessa riðla í aðdraganda stóra dagsins. Pælingarnar hafa verið til dæmis „martraðarriðilinn“ og „draumariðilinn“. Fréttablaðið setti upp fjóra áhugaverða riðla í vikunni sem allir hafa mismunandi sögur. Það má lesa allt um það hér. 16.10 Frakkar eru nú þegar komnir í A-riðil sem gestgjafar en í heildina verður dregið í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara áfram í 16 liða úrslitin og fjögur bestu liðin sem hafna í þriðja sæti. 16.05 Í hverjum riðli verður eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki. Ísland er í fjórða potti eða styrkleikaflokki með Tyrklandi, Írlandi, Wales Albaníu og Norður-Írlandi. Strákarnir okkar geta því ekki mætt neinum af þeim liðum.16.00 Góðan daginn og velkominn með Vísi í dráttinn fyrir riðlakeppni EM þar sem strákarnir okkar vera í fyrsta sinn. Athöfnin hefst klukkan 17.00 en þangað til ætlum við að hita aðeins upp. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Ísland má telja sig nokkuð heppið með þá andstæðinga sem liðið fær á EM 2016 næsta sumar. Liðið mætir Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi og á góðan möguleika á að fara áfram í 16-liða úrslitin. Íslenska karlalandsliðið verður í fyrsta sinn í pottinum en strákarnir okkar unnu sér inn keppnisrétt á mótinu með því að hafna í öðru sæti A-riðils í undankeppninni. Byrjað var á að draga lið úr fyrsta styrkleikaflokki en að því loknu var snúið sér að þeim fjórða, flokki Íslands. Kúla Íslands kom síðustu úr skálinni sem þýddi að liðið drógst í F-riðil, þann sama og Portúgal sem er með stórstjörnuna Cristiano Ronaldo innbyrðis. Ísland fékk svo Ungverjaland úr þriðja styrkleikaflokki en þegar aðeins tvær kúlur voru eftir í þeirri skál komu aðeins Ungverjaland og Svíþjóð, heimaland Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara, til greina. Sterkt lið Austurríkis kom svo úr öðrum styrkleikaflokki en ljóst er að Ísland hefði getað fengið mun sterkari riðil en strákarnir fengu í dag. Liðið mun spila leiki sína dagana 14. júní (gegn Portúgal í Saint-Etienne), 18. júní (gegn Ungverjalandi í Marseille) og 22. júní (gegn Austurríki á Stade de France í Saint-Denis). Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.Pottur 1: Spánn, Þýskaland, England, Portúgal, BelgíaPottur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía, ÚkraínaPottur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, UngverjalandPottur 4: Tyrkland, Írland, ÍSLAND, Wales, Albanía, Norður-Írland A-riðill: Frakkland, Albanía, Rúmenía, Sviss. B-riðill: England, Wales, Slóvakía, Rússland. C-riðill: Þýskaland, Norður-Írland, Pólland, Úkraína. D-riðill: Spánn, Tyrkland, Tékkland, Tékkland, Króatía. E-riðill: Belgía, Írland, Svíþjóð, Ítalía.F-riðill: Portúgal, Ísland, Ungverjaland, Austurríki.Leikir Íslands: 14. júní kl. 19.00 í Saint-Etienne (42 þúsund sæti): Portúgal - Ísland 18. júní kl. 16.00 í Marseille (67 þúsund sæti): Ísland - Ungverjaland 22. júní kl. 16.00 á Stade de France (81 þúsund sæti): Ísland - Austurríki[Bein lýsing] 18.30 Segjum þessari lýsingu lokið. Viðtal við Heimi Hallgrímsson væntanlegt. 18.19 Austurríkismenn fagna eins og við Íslendingar og kalla F-riðil sannkallaðan draumariðil. 18.17 Þess má geta að Austurríki og Ungverjaland eru nátengdar þjóðir, auk þess að vera vitanlega grannríki. Það verður því meira undir en bara þrjú stig þegar þau mætast í Bordeaux þann 14. júní. 18.15 Hér má lesa um hvernig viðbrögð Íslendinga voru við drættinum á Twitter. 18.08 Ísland fékk stóra leikvanga. Saint-Etienne tekur 42 þúsund manns í sæti, Marseille 67 þúsund og Stade de France 81 þúsund. Ísland ætti að fá um 20 prósent miðanna þannig að margir ættu að komast á hvern leik, vonandi allir sem vilja. 18.02 Erum við ekki bara nokkuð ánægð með þetta, heilt yfir? Fengum líklega "auðveldustu" þjóðirnar úr fyrsta og þriðja styrkleikaflokki. Austurríki var ekki ofarlega á óskalistanum, enda með afar sterkt lið, en það eru klárlega góðir möguleikar fyrir hendi. 17.53 Ítalía fór í E-riðil. Sem þýðir að við fáum Austurríki. Mætum Austurríki á Stade de France þann 22. júní í lokaleik riðilsins. 17.52 Ísland fær annað hvort Austurríki eða Ítalíu. 17.49 Byrjað að draga úr öðrum styrkleikaflokki. Sviss kom fyrst upp. Við fáum eðlilega liðið sem kemur síðast úr pottinum. 17.47 Ungverjaland verður F4 sem þýðir að við mætum þeim í Marseille þann 18. júní klukkan 16.00. 17.45 Svíþjóð í E-riðil. Við fáum Ungverjaland! 17.45 Slóvakía, Pólland og Tékkland farin úr þriðja styrkleikaflokki. Þá eru aðeins Svíþjóð og Ungverjaland eftir. 17.42 Rúmenía verður lið A2 sem þýðir að opnunarleikur EM 2016 verður Frakkland - Rúmenía í Saint-Denis þann 10. júní. 17.40 Ísland verður með Portúgal í riðli og spilar leiki sína í Saint-Etienne 14. júní, Marseille 18. júní og Saint-Denis rétt norðan við París 22. júní. Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik þann 14. júní klukkan 19.00. Leikurinn fer fram í Saint-Etienne. 17.39 Norður-Írland í E-riðli. Sem þýðir að Ísland er í F-riðli með Portúgal! 17.37 Tyrkland í D-riðil. Við fáum annað hvort Belgía eða Portúgal. 17.36 Wales í B-riðil, með Englandi! Ja, hérna. Við vorum spenntir fyrir því að fara með Ísland í B-riðilinn. Norður-Írland svo í C-riðli með Þýskalandi.17.35 Albanía kom fyrst og verður með Frakklandi í A-riðli. Ísland fær því ekki opnunarleikinn. 17.32 Þá er búið að draga úr fyrsta styrkleikaflokki og spennan magnast! 17.28 Þá er þetta byrjað! Trezeguet byrjar á að "draga" Frakkland úr pottinum en það var vitað. Næsta þjóð, takk! 17.26 Farið yfir praktísk atriði. Það sem mestu máli skiptir er að muna að það verður fyrst dregið úr fyrsta styrkleikaflokki, svo okkar (fjórða), svo þriðja og loks öðrum. Þannig að við vitum snemma hvaða stórþjóð við fáum úr fyrsta styrkleikaflokki. 17.24 Gianni Infantino, framkvæmdastjóri UEFA og frambjóðandi til forseta FIFA, er nú á sviðinu og byrjar á að votta frönsku þjóðinni samhug sinn vegna hryðjuverkanna í París 13. nóvember síðastliðinn. 17.21 Antonin Panenka, maðurinn sem bjó til Panenka-vítið, er fenginn á sviðið til að aðstoða við dráttinn. Oliver Bierhoff og David Trezeguet, gamlar EM-hetjur sinna þjóða, eru sömuleiðis kallaðir til. Sem og Angelos Charisteas, hetja Grikkja frá EM 2004. 17.17 Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari ríkjandi Evrópumeistara Spánar, var að skila bikarnum. Hann mun sóma sér ljómandi vel í Laugardalnum. 17.16 David Guetta verður tónlistarstjóri EM 2016 og því um að gera að ræða við hann, sem þeir Ruud og Bixente voru að gera. 17.12 Fyrsta beina Íslandstengingin komin. Dansarar klæddur í boli í fánalitum hverrar þátttökuþjóðar og íslenski dansarinn ber auðvitað höfuð og herðar yfir alla aðra. Stórglæsileg. 17.05 Svo er verið að kynna borgirnar. Byrjað á Bordeaux. Svo Lille. Farið hratt yfir málin. Við erum ánægð með það. 17.02 Veislan er byrjuð! Ruud Gullit og Bixente Lizarazu bjóða áhorfendur í sal og heima í stofu velkomna. Þeir hafa þetta stutt svo að fyrsta dansatriði kvöldsins geti hafist. Það er jú það sem við erum öll að bíða eftir. 16.50 Nú styttist í að drátturinn hefjist og bíður öll þjóðin spennt. Ögmundur Kristinsson, einn landsliðsmarkvarða Íslands, fær þó ekki að fylgjast með drættinum þar sem hann gengur í það heilaga nánast á sama tíma. Til stóð að Ögmundur átti að gifta sig á meðan EM stæði næsta sumar en þegar íslenska liðið komst á mótið var brúðkaupsdeginum flýtt. Við óskum Ögmundi og Söndru, unnustu, hans til hamingju með daginn. 16.45 Samkvæmt blaðamönnum enska blaðsins The Guardian er Ísland 13. besta liðið á EM og er þar fyrir ofan lið í öðrum styrkleikaflokki eins og Rússland og Sviss. Frakkar eru í efsta sæti styrkleikalista Guardian en meira um þetta má lesa hér. Krúttlegur sprengjuleitarhundur klár til starfa.vísir/afp16.40 Eðlilega er mikill viðbúnaður við Palais des congrès eftir voðaverkin sem framin voru í París á dögunum. Heill her lögreglumanna passar upp á svæðið og svo eru sprengjuleitarhundar til taks. Það verður passað upp á öryggi allra sem þarna eru. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson verða á staðnum ásamt auðvitað formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni. 16.35 Upp á ferðalög stuðningsmanna að gera væri best fyrir Ísland að dragast í A-riðil með gestgjöfum Frakka. Hann er spilaður á hvað þrengsta svæðinu í París, Lens og Lille. B-riðill er alveg hræðilegur þegar horft er til ferðalagsins. Hann er spilaður í Bordeaux, Lille og St. Étienne. 16.30 Drátturinn í dag fer fram á tónleikastaðnum Palais des congrès í 17. hverfinu í París. Fyrir áhugasama var húsið hannað af franska arkitektinum Guillaume Gillet. Kynnar kvöldsins eru tveir fyrrverandi fótboltamenn; Hollendingurinn Ruud Gullit og franski bakvörðurinn Bixente Lizarazu. Gullit varð Evrópumeistari með Hollandi 1988 og Lizarazu með Frakklandi 1998. 16.25 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, ræddi við Fréttablaðið um dráttinn. Í grein sem má lesa hér segir Eyjamaðurinn að hann á sér enga óskamótherja. 16.20 Eftir daginn í dag verður ljóst við hverja og hvar íslenska liðið spilar á EM í Frakklandi næsta sumar. Þá er næsta skref að fara að hugsa um að næla sér í miða. Öllum helstu spurningum varðandi miðasöluna er svarað hér. 16.15 Fólk hefur verið að leika sér að setja upp hina og þessa riðla í aðdraganda stóra dagsins. Pælingarnar hafa verið til dæmis „martraðarriðilinn“ og „draumariðilinn“. Fréttablaðið setti upp fjóra áhugaverða riðla í vikunni sem allir hafa mismunandi sögur. Það má lesa allt um það hér. 16.10 Frakkar eru nú þegar komnir í A-riðil sem gestgjafar en í heildina verður dregið í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara áfram í 16 liða úrslitin og fjögur bestu liðin sem hafna í þriðja sæti. 16.05 Í hverjum riðli verður eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki. Ísland er í fjórða potti eða styrkleikaflokki með Tyrklandi, Írlandi, Wales Albaníu og Norður-Írlandi. Strákarnir okkar geta því ekki mætt neinum af þeim liðum.16.00 Góðan daginn og velkominn með Vísi í dráttinn fyrir riðlakeppni EM þar sem strákarnir okkar vera í fyrsta sinn. Athöfnin hefst klukkan 17.00 en þangað til ætlum við að hita aðeins upp.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira