Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 09:30 Birkir Bjarnason verður í Frakklandi. En þú? vísir/vilhelm Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira