Þetta þarftu að vita um EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2015 16:08 Íslensku strákarnir fagna hér sæti á EM 2016. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér Fréttabréf vegna Evrópumótsins næsta sumar en þar verður íslenska karlalandsliðið með á stórmóti í fyrsta sinn. Það eru 190 dagar í Evrópumótið en aðeins tíu dagar þangað til að verður dregið í riðla. Þá mun liggja fyrir hvaða lið munu mæta Íslandi á þessu sögulega móti í íslenskri íþróttasögu. Hér fyrir neðan er eitt og annað úr Fréttabréfi Knattspyrnusambands Íslands þar sem farið er yfir upplýsingar sem hafa borist frá UEFA um mótið og aðdraganda þess.Hvaða lið eru komin á EM og hvenær er dregið í riðla? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar. Styrkleikaflokkarnir eru svona: Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía. Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína. Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. Dregið er í riðla þann 12. desember og fer drátturinn fram í París.Vísir/VilhelmHvernig færðu miða? Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA. Umsóknarglugginn fyrir miða til stuðningsmanna liðanna sem keppa á EM opnar 14. desember og stendur til 18. janúar 2016. Frá 14. desember er s.s. hægt að sækja um miða á leiki á lokakeppni EM í gegnum miðasöluvef UEFA. Það er ekki nauðsynlegt að vera á meðal þeirra fyrstu til að sækja um miða (s.s. "fyrstir koma, fyrstir fá" gildir ekki), því allir sem senda inn umsókn eiga jafna möguleika á að fá miða, burtséð frá því hvenær umsóknin er send innan tímarammans. Það kemur svo í ljós í febrúar hverjir fá miða. Ef eftirspurn er umfram framboð er dregið úr innsendum umsóknum og niðurstaða úr því happdrætti er þá kynnt umsækjendum í febrúar. Allar upplýsingar er að finna á miðsöluvef UEFA og hvetjum við alla sem hafa í hyggju að fara á EM að skoða hann vel.Smelltu hérna til að fara á miðasöluvef UEFA.Smelltu hérna til að skoða algengar spurningar og svör á miðasöluvef UEFA.Hvar er leikið? Það er leikið à 10 leikvöngum í Frakklandi. Í Bordeaux, Lens, Lille, Lyon, Marseille, Nice, Saint-Denis, Saint-Etienne, Toulouse og París. Það kemur ekki í ljós fyrr en í drættinum þann 12. desember hvar Ísland mun leika í riðlinum en leikið verður í fleiri en einni borg. Það má því búast við einhverjum ferðalögum á milli borga ef stuðningsmenn vilja sjá alla leiki Íslands í riðlakeppninni.Smelltu hérna til að skoða leikvanga á EM 2016.Vísir/VilhelmFylgstu með EM 2016 á samfélagsmiðlum Hægt er að fylgjast með framvindu mála sem tengjast EM 2016 á samfélagsmiðlum UEFA og KSÍ. Um 8 milljón manns eru fylgjendur eða vinir UEFA á Facebook, Twitter og Instagram. Einnig mælum við með að fólk noti #EURO2016 ef það setur inn efni sem tengist keppninni. KSÍ mun reglulega birta fréttir og efni sem tengist EM 2016 á komandi mánuðum. Fylgist með à miðlum KSÍ en við erum á Facebook, Twitter, Instagram og YouTube. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 „Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina“ Eggert Gunnþór Jónsson á gott ár að baki eftir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla. Hann er nú hjá Fleetwood Town sem lék í utandeildinni fyrir örfáum árum. 28. nóvember 2015 06:00 Lars: Ánægjulegt og jákvætt fyrir þá sem standa að landsliðinu Eins og fjallað var um í gær er Ísland í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins. 10. júlí 2015 13:00 Láta hryðjuverkaógn ekki breyta EM 2016 Skipuleggjendur EM 2016 ætla að halda almenningssvæðum opnum á meðan keppninni stendur. 25. nóvember 2015 17:30 Lars Lagerbäck í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt FourFourTwo Lars Lagerbäck er í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt á vefsíðu tímaritsins FourFourTwo. 15. júlí 2015 11:45 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér Fréttabréf vegna Evrópumótsins næsta sumar en þar verður íslenska karlalandsliðið með á stórmóti í fyrsta sinn. Það eru 190 dagar í Evrópumótið en aðeins tíu dagar þangað til að verður dregið í riðla. Þá mun liggja fyrir hvaða lið munu mæta Íslandi á þessu sögulega móti í íslenskri íþróttasögu. Hér fyrir neðan er eitt og annað úr Fréttabréfi Knattspyrnusambands Íslands þar sem farið er yfir upplýsingar sem hafa borist frá UEFA um mótið og aðdraganda þess.Hvaða lið eru komin á EM og hvenær er dregið í riðla? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar. Styrkleikaflokkarnir eru svona: Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía. Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína. Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. Dregið er í riðla þann 12. desember og fer drátturinn fram í París.Vísir/VilhelmHvernig færðu miða? Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA. Umsóknarglugginn fyrir miða til stuðningsmanna liðanna sem keppa á EM opnar 14. desember og stendur til 18. janúar 2016. Frá 14. desember er s.s. hægt að sækja um miða á leiki á lokakeppni EM í gegnum miðasöluvef UEFA. Það er ekki nauðsynlegt að vera á meðal þeirra fyrstu til að sækja um miða (s.s. "fyrstir koma, fyrstir fá" gildir ekki), því allir sem senda inn umsókn eiga jafna möguleika á að fá miða, burtséð frá því hvenær umsóknin er send innan tímarammans. Það kemur svo í ljós í febrúar hverjir fá miða. Ef eftirspurn er umfram framboð er dregið úr innsendum umsóknum og niðurstaða úr því happdrætti er þá kynnt umsækjendum í febrúar. Allar upplýsingar er að finna á miðsöluvef UEFA og hvetjum við alla sem hafa í hyggju að fara á EM að skoða hann vel.Smelltu hérna til að fara á miðasöluvef UEFA.Smelltu hérna til að skoða algengar spurningar og svör á miðasöluvef UEFA.Hvar er leikið? Það er leikið à 10 leikvöngum í Frakklandi. Í Bordeaux, Lens, Lille, Lyon, Marseille, Nice, Saint-Denis, Saint-Etienne, Toulouse og París. Það kemur ekki í ljós fyrr en í drættinum þann 12. desember hvar Ísland mun leika í riðlinum en leikið verður í fleiri en einni borg. Það má því búast við einhverjum ferðalögum á milli borga ef stuðningsmenn vilja sjá alla leiki Íslands í riðlakeppninni.Smelltu hérna til að skoða leikvanga á EM 2016.Vísir/VilhelmFylgstu með EM 2016 á samfélagsmiðlum Hægt er að fylgjast með framvindu mála sem tengjast EM 2016 á samfélagsmiðlum UEFA og KSÍ. Um 8 milljón manns eru fylgjendur eða vinir UEFA á Facebook, Twitter og Instagram. Einnig mælum við með að fólk noti #EURO2016 ef það setur inn efni sem tengist keppninni. KSÍ mun reglulega birta fréttir og efni sem tengist EM 2016 á komandi mánuðum. Fylgist með à miðlum KSÍ en við erum á Facebook, Twitter, Instagram og YouTube.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 „Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina“ Eggert Gunnþór Jónsson á gott ár að baki eftir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla. Hann er nú hjá Fleetwood Town sem lék í utandeildinni fyrir örfáum árum. 28. nóvember 2015 06:00 Lars: Ánægjulegt og jákvætt fyrir þá sem standa að landsliðinu Eins og fjallað var um í gær er Ísland í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins. 10. júlí 2015 13:00 Láta hryðjuverkaógn ekki breyta EM 2016 Skipuleggjendur EM 2016 ætla að halda almenningssvæðum opnum á meðan keppninni stendur. 25. nóvember 2015 17:30 Lars Lagerbäck í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt FourFourTwo Lars Lagerbäck er í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt á vefsíðu tímaritsins FourFourTwo. 15. júlí 2015 11:45 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30
„Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina“ Eggert Gunnþór Jónsson á gott ár að baki eftir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla. Hann er nú hjá Fleetwood Town sem lék í utandeildinni fyrir örfáum árum. 28. nóvember 2015 06:00
Lars: Ánægjulegt og jákvætt fyrir þá sem standa að landsliðinu Eins og fjallað var um í gær er Ísland í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins. 10. júlí 2015 13:00
Láta hryðjuverkaógn ekki breyta EM 2016 Skipuleggjendur EM 2016 ætla að halda almenningssvæðum opnum á meðan keppninni stendur. 25. nóvember 2015 17:30
Lars Lagerbäck í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt FourFourTwo Lars Lagerbäck er í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt á vefsíðu tímaritsins FourFourTwo. 15. júlí 2015 11:45
Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30