Fótbolti

Walters skaut Írum á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Írar fagna vítaspyrnumarki Jon Walters.
Írar fagna vítaspyrnumarki Jon Walters. vísir/getty
Framherjnn frá Stoke, Jonathan Walters, sá til þess í kvöld að Írar verða með á EM í Frakklandi næsta sumar.

Hann skoraði þá bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Bosníu. Fyrri leik liðanna lyktaði með jafntefli, 1-1, og Írar voru því í fínni stöðu fyrir heimaleikinn sinn í kvöld.

Fyrra mark Walters var umdeilt enda kom það úr vítaspyrnu sem hefði aldrei átt að dæma. Það var þó ekki Walters að kenna sem skoraði af öryggi.

Hann nýtti svo færi sitt í síðari hálfleik til þess að innsigla EM-sætið fyrir sína menn og það verður fagnað langt fram á nótt í Dublin.

Walters hefur nú skorað fjögur mörk í síðustu fimm landsleikjum fyrir Íra.

Þetta er annað Evrópumótið í röð sem Írar komast inn á en það hefur Írum aldrei tekist að afreka áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×