Umfjöllun: Ísland - Rússland 35-34 | Aron með sigurmarkið í lokin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2014 15:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Aron Pálmarsson tryggði Íslandi flottan sigur á Rússum í kvöld með mögnuðu marki undir lokin. Þetta var fyrsti leikur Íslands á æfingamóti fyrir EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrri hálfleikur var nokkuð skrautlegur. Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með fjögurra marka forskot, 6-2, eftir aðeins sex mínútur. Sóknarleikurinn að rúlla mjög vel en talsvert basl á varnarleiknum. Varnarleikur Rússa líka lítið til að hrópa húrra fyrir og bæði lið nánast skoruðu að vild lengi vel. Ísland náði mest fimm marka forskot í hálfleiknum, 10-5, en Rússar jöfnuðu, 14-14, og komust svo yfir, 15-16. Strákarnir okkar komu samt til baka og leiddu með einu marki í leikhléi, 19-18. Ísland var skrefi á undan nær allan síðari hálfleik en missti tökin á lokamínútunum. Strákarnir sýndu karakter með því að koma til baka og þeir kláruðu leikinn manni færri. Björgvin Páll varði 15 sekúndum fyrir leikslok og Aron skoraði svo markið glæsilega sem tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Frammistaða íslenska liðsins var betri en margan grunaði enda ansi stór skörð höggvin í íslenska liðið. Nú síðast meiddist Snorri Steinn og hann gat því ekki spilað í kvöld. Það lögðu ansi margir hönd á plóg í sókninni sem var jákvætt. Aron fremstur í flokki og Þórir Ólafsson einnig magnaður. Skoraði flott mörk og gaf einnig góðar stoðsendingar. Hægri vængurinn lengstum mjög sterkur og skilaði átta mörkum í fyrri hálfleik. Strákarnir klúðruðu þrem vítum í leiknum sem var dýrt. Varnarleikurinn þarfnast talsverðrar vinnu og þar sem hann var slakur var markvarslan ekki heldur upp á marga fiska. Björgvin steig þó upp á elleftu stundu. Fínasta byrjun hjá liðinu í erfiðum undirbúningi þar sem mörgum spurningum er ósvarað. Það var aftur á móti jákvætt að sjá þá sem fá ábyrgðina að þeir mættu ákveðnir til leiks og með sjálfstraustið í lagi. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjá meira
Aron Pálmarsson tryggði Íslandi flottan sigur á Rússum í kvöld með mögnuðu marki undir lokin. Þetta var fyrsti leikur Íslands á æfingamóti fyrir EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrri hálfleikur var nokkuð skrautlegur. Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með fjögurra marka forskot, 6-2, eftir aðeins sex mínútur. Sóknarleikurinn að rúlla mjög vel en talsvert basl á varnarleiknum. Varnarleikur Rússa líka lítið til að hrópa húrra fyrir og bæði lið nánast skoruðu að vild lengi vel. Ísland náði mest fimm marka forskot í hálfleiknum, 10-5, en Rússar jöfnuðu, 14-14, og komust svo yfir, 15-16. Strákarnir okkar komu samt til baka og leiddu með einu marki í leikhléi, 19-18. Ísland var skrefi á undan nær allan síðari hálfleik en missti tökin á lokamínútunum. Strákarnir sýndu karakter með því að koma til baka og þeir kláruðu leikinn manni færri. Björgvin Páll varði 15 sekúndum fyrir leikslok og Aron skoraði svo markið glæsilega sem tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Frammistaða íslenska liðsins var betri en margan grunaði enda ansi stór skörð höggvin í íslenska liðið. Nú síðast meiddist Snorri Steinn og hann gat því ekki spilað í kvöld. Það lögðu ansi margir hönd á plóg í sókninni sem var jákvætt. Aron fremstur í flokki og Þórir Ólafsson einnig magnaður. Skoraði flott mörk og gaf einnig góðar stoðsendingar. Hægri vængurinn lengstum mjög sterkur og skilaði átta mörkum í fyrri hálfleik. Strákarnir klúðruðu þrem vítum í leiknum sem var dýrt. Varnarleikurinn þarfnast talsverðrar vinnu og þar sem hann var slakur var markvarslan ekki heldur upp á marga fiska. Björgvin steig þó upp á elleftu stundu. Fínasta byrjun hjá liðinu í erfiðum undirbúningi þar sem mörgum spurningum er ósvarað. Það var aftur á móti jákvætt að sjá þá sem fá ábyrgðina að þeir mættu ákveðnir til leiks og með sjálfstraustið í lagi.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjá meira