Erlent

Þriðjungur borgarbúa flúinn

Vargöld geisar í Mógadisjú.
Vargöld geisar í Mógadisjú. MYND/AP

Ekkert lát virðist á átökum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Undanfarna þrjá daga hafa á annað hundrað manns týnt lífi í bardögum íslamista og sómalska stjórnarhersins, studdum af eþíópískum hersveitum. Í gær greindu talsmenn Sameinuðu þjóðanna í landinu frá því að 320.000 íbúar borgarinnar hefðu flúið á brott undanfarnar vikur, sem er um þriðjungur borgarbúa og mun meiri fjöldi en áður var talið. Óttast er að algert neyðarástand geti skapast á meðal flóttamannanna en sjúkdómar á borð við kóleru eru farnir að láta á sér kræla, auk skorts á mat og vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×