Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2024 12:31 Assimi Goita, leiðtogi herforingjastjórnar Malí, sést hér fyrir miðju. AP Vígamenn sem tengjast Al-Qaeda gerðu í vikunni umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa banað rúmlega sjötíu manns auk þess sem þeir brenndu herflugvélar og einnig forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí. Umræddir vígamenn tilheyra Jama'at Nusrat al-Islam wal Muslimeen eða JNIM en sá vígahópur er nátengdur Al-Qaeda. Árásin beindist meðal annars að herflugvelli og þjálfunarstöð þar sem lögregluþjónar eru þjálfaðir. Myndefni sem JNIM hefur birt gefur til kynna að mannfall hafi verið mikið og hafa þeir meðal annars birt myndband sem sýnir fjölda brenndra líka í bragga. Myndbönd gefa til kynna að JINM hafi haldið flugvellinum um nokkuð skeið, án mótspyrnu frá hernum. AFP hefur eftir heimildarmönnum sínum í landinu að rúmlega sjötíu manns hafi fallið í árásinni. Vígamennirnir hafa haldið því fram að hundruð hafi fallið og þar á meðal hafi verið rússneskir málaliðar, sem aðstoðað hafa herforingjastjórnina. Herforingjastjórnin hefur enn ekkert sagt um mannfall annað en að „einhverjir“ hafi fallið. One of the videos show the jihadists putting the plane on fire, as also visible in the first photo az-Zallawa has sent. pic.twitter.com/BFpoXETqUA— Paweł Wójcik (@SaladinAlDronni) September 17, 2024 Þetta er í fyrsta sinn um árabil sem vígamenn hafa gert árás sem þessa í Bamako, samkvæmt frétt France24, þó sambærilegar árásir hafi verið tíðar í öðrum hlutum landsins. Vígahópum eins og AQ og Íslamska ríkinu hefur vaxið ásmegin í Malí og öðrum ríkjum Vestur-Afríku, eins og Búrkína Fasó og Níger á undanförnum árum. Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins og hefur komið til átaka þar á milli. Í sumar sátu uppreisnarmenn fyrir bílalest hermanna frá Malí og rússneskra málaliða og ollu miklu mannfalli. Þegar hermennirnir og málaliðarnir hörfuðu lentu þeir í öðru umsátri þegar vígamenn JNIM sátu fyrir þeim. Maður handtekinn í Bamako, vegna gruns um að hann hafi komið að árásinni á þriðjudaginn.AP Sífellt versnandi ástand Nokkrum dögum fyrir árásina á þriðjudaginn hélt Goita ræðu þar sem hann lýsti því yfir að her hans hefði skaðað vígahópa í Malí verulega og veikt þá. Ræðuna hélt hann á viðburði þar sem markað var afmæli bandalags herforingjastjórnanna í Malí, Búrkína Fasó og Níger. Sjá einnig: Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnir þessar hafa vísað frönskum og bandarískum hermönnum úr landi og þess í stað þegið aðstoð Rússa í formi málaliða. Áður voru margir þessarar málaliða á vegum Wagner-Group, sem rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín rak. Eftir að hann dó tók varnarmálaráðuneyti Rússlands að mestu yfir starfsemi málaliðahópsins. Rússneskir málaliðar í Malí.AP Ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakaði málaliðana um að fremja ýmis ódæði í þessum ríkjum og ræna auðlindum þeirra. Sérfræðingar sem vakta ástandið þar segja einnig að ódæði hersins og málaliðanna reki sífellt fleiri í faðm vígahópa á svæðinu, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Miðillinn segir Bandaríkjamenn vera að koma sér fyrir í Benín og á Fílabeinsströndinni til að reyna að sporna gegn upprisu þessara vígahópa. Einnig eigi sér stað viðræðum um að hýsa sérsveitarmenn í Tjad. Frakkar eru sagðir í svipuðum hugleiðingum í Gabon, Senegal, Fílabeinsströndinni og Tjad. Ráðamenn í þessum ríkjum eru sagðir óttaslegnir yfir ástandinu við Gíneaflóa og óttast að það muni dreifast enn frekar á komandi árum. Malí Búrkína Fasó Níger Rússland Frakkland Bandaríkin Benín Gabon Fílabeinsströndin Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Senegal Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Umræddir vígamenn tilheyra Jama'at Nusrat al-Islam wal Muslimeen eða JNIM en sá vígahópur er nátengdur Al-Qaeda. Árásin beindist meðal annars að herflugvelli og þjálfunarstöð þar sem lögregluþjónar eru þjálfaðir. Myndefni sem JNIM hefur birt gefur til kynna að mannfall hafi verið mikið og hafa þeir meðal annars birt myndband sem sýnir fjölda brenndra líka í bragga. Myndbönd gefa til kynna að JINM hafi haldið flugvellinum um nokkuð skeið, án mótspyrnu frá hernum. AFP hefur eftir heimildarmönnum sínum í landinu að rúmlega sjötíu manns hafi fallið í árásinni. Vígamennirnir hafa haldið því fram að hundruð hafi fallið og þar á meðal hafi verið rússneskir málaliðar, sem aðstoðað hafa herforingjastjórnina. Herforingjastjórnin hefur enn ekkert sagt um mannfall annað en að „einhverjir“ hafi fallið. One of the videos show the jihadists putting the plane on fire, as also visible in the first photo az-Zallawa has sent. pic.twitter.com/BFpoXETqUA— Paweł Wójcik (@SaladinAlDronni) September 17, 2024 Þetta er í fyrsta sinn um árabil sem vígamenn hafa gert árás sem þessa í Bamako, samkvæmt frétt France24, þó sambærilegar árásir hafi verið tíðar í öðrum hlutum landsins. Vígahópum eins og AQ og Íslamska ríkinu hefur vaxið ásmegin í Malí og öðrum ríkjum Vestur-Afríku, eins og Búrkína Fasó og Níger á undanförnum árum. Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins og hefur komið til átaka þar á milli. Í sumar sátu uppreisnarmenn fyrir bílalest hermanna frá Malí og rússneskra málaliða og ollu miklu mannfalli. Þegar hermennirnir og málaliðarnir hörfuðu lentu þeir í öðru umsátri þegar vígamenn JNIM sátu fyrir þeim. Maður handtekinn í Bamako, vegna gruns um að hann hafi komið að árásinni á þriðjudaginn.AP Sífellt versnandi ástand Nokkrum dögum fyrir árásina á þriðjudaginn hélt Goita ræðu þar sem hann lýsti því yfir að her hans hefði skaðað vígahópa í Malí verulega og veikt þá. Ræðuna hélt hann á viðburði þar sem markað var afmæli bandalags herforingjastjórnanna í Malí, Búrkína Fasó og Níger. Sjá einnig: Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnir þessar hafa vísað frönskum og bandarískum hermönnum úr landi og þess í stað þegið aðstoð Rússa í formi málaliða. Áður voru margir þessarar málaliða á vegum Wagner-Group, sem rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín rak. Eftir að hann dó tók varnarmálaráðuneyti Rússlands að mestu yfir starfsemi málaliðahópsins. Rússneskir málaliðar í Malí.AP Ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakaði málaliðana um að fremja ýmis ódæði í þessum ríkjum og ræna auðlindum þeirra. Sérfræðingar sem vakta ástandið þar segja einnig að ódæði hersins og málaliðanna reki sífellt fleiri í faðm vígahópa á svæðinu, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Miðillinn segir Bandaríkjamenn vera að koma sér fyrir í Benín og á Fílabeinsströndinni til að reyna að sporna gegn upprisu þessara vígahópa. Einnig eigi sér stað viðræðum um að hýsa sérsveitarmenn í Tjad. Frakkar eru sagðir í svipuðum hugleiðingum í Gabon, Senegal, Fílabeinsströndinni og Tjad. Ráðamenn í þessum ríkjum eru sagðir óttaslegnir yfir ástandinu við Gíneaflóa og óttast að það muni dreifast enn frekar á komandi árum.
Malí Búrkína Fasó Níger Rússland Frakkland Bandaríkin Benín Gabon Fílabeinsströndin Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Senegal Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira