20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 06:34 Heiðursvörður liðsmanna Hezbollah við útför fjögurra sem létust þegar símboðarnir sprungu á þriðjudag. AP/Bilal Hussein Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásirnar og kallað eftir því að Ísrael og Hezbollah haldi aftur af sér þegar kemur að hefndaraðgerðum. Ísrael hefur ekki formlega lýst ábyrgð árásanna á hendur sér en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant óskaði leyniþjónustunni Mossad til hamingju í gær fyrir stórkostlegann árangur. Gallant greindi einnig frá því í gær að aðgerðir Ísraelsmanna myndu nú í auknum mæli beinast að norðurhluta landsins, þar sem Ísrael og Hezbollah hafa staðið í skærum yfir landamærin. Það vekur athygli að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var þá staddur í Egyptalandi virtist ýja að því í ummælum sínum í gær að árásirnar væru þáttur í viðleitni Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næðist um Gasa. Ráðherrann sagði það hafa gerst ítrekað að menn teldu sig vera nálægt því að ná árangri en þá ætti einhver atburður sér stað sem setti allt á bið. Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í yfirlýsingu í gær að árásirnar í Líbanon, sem hefðu beinst gegn fjölda fólks án tillits til staðsetningar og aðstæðna hvers og eins, fæli í sér brot á mannréttindalögum. National News Agency hefur greint frá því að sólarhleðslustöðvar hafi einnig sprungið á nokkrum heimilum í gær. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásirnar og kallað eftir því að Ísrael og Hezbollah haldi aftur af sér þegar kemur að hefndaraðgerðum. Ísrael hefur ekki formlega lýst ábyrgð árásanna á hendur sér en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant óskaði leyniþjónustunni Mossad til hamingju í gær fyrir stórkostlegann árangur. Gallant greindi einnig frá því í gær að aðgerðir Ísraelsmanna myndu nú í auknum mæli beinast að norðurhluta landsins, þar sem Ísrael og Hezbollah hafa staðið í skærum yfir landamærin. Það vekur athygli að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var þá staddur í Egyptalandi virtist ýja að því í ummælum sínum í gær að árásirnar væru þáttur í viðleitni Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næðist um Gasa. Ráðherrann sagði það hafa gerst ítrekað að menn teldu sig vera nálægt því að ná árangri en þá ætti einhver atburður sér stað sem setti allt á bið. Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í yfirlýsingu í gær að árásirnar í Líbanon, sem hefðu beinst gegn fjölda fólks án tillits til staðsetningar og aðstæðna hvers og eins, fæli í sér brot á mannréttindalögum. National News Agency hefur greint frá því að sólarhleðslustöðvar hafi einnig sprungið á nokkrum heimilum í gær.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira