Telur fleiri falla á nýju bílprófi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. september 2024 09:00 Þuríður B. Ægisdóttir er formaður Ökukennatafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Ökukennarafélags Íslands gagnrýnir harðlega það sem hún kallar sambandsleysi Samgöngustofu við félagið, um breytingar á bóklegu ökuprófi. Hún segir útlit fyrir að fall hafi aukist eftir breytingar síðasta vor, en fær ekki aðgang að gögnum til að staðfesta það. Fulltrúi Samgöngustofu segir tölur verða gefnar út þegar meiri reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag. Um miðjan maí var gerð breyting á skriflegum ökuprófum til almenns ökuprófs, eða svokallaðra B-réttinda. Áður samanstóðu prófin af A- og B-hluta, og voru samtals 30 spurningar, 15 í hvorum hluta. Um var að ræða fjölvalsspurningar þar sem eitt, tvö eða þrjú svör gátu verið rétt. Heimilt var að fá 2 villur í A-hluta og 5 í B-hluta, en ná samt prófinu. Með breytingunum var skiptingin afnumin og spurningum fjölgað um 20, auk þess sem þeim var breytt úr fjölvalsspurningum yfir í fullyrðingar, sem próftakar þurftu að merkja annað hvort sem rangar eða réttar. Til að ná prófinu þarf að svara minnst 46 fullyrðingum rétt. Þar að auki voru prófin færð á rafrænt form. Hærra fall í upphafi Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir að fyrir breytingarnar hafi hlutfall þeirra sem féllu á prófinu verið um 50 prósent. Það hafi hækkað umtalsvert eftir breytingar, miðað við þau litlu gögn sem hún hafi í höndunum. „Ég veit til þess að á fyrstu vikum eftir breytingar hafi fallið verið 66 prósent. Við erum þá að tala um að rúmlega sex af hverjum tíu ná ekki prófinu,“ segir Þuríður í samtali við Vísi. Hún segir ökukennara nokkuð uggandi yfir þeirri þróun, og margir hafi haft samband við hana þar sem þeim lítist ekki á blikuna varðandi árangur sinna ökunema. „Ég bað um upplýsingar aftur, hvort fallið sé ekki eitthvað að jafnast út. Þá fæ ég neitun, og Samgöngustofa vill ekki gefa mér upp hvert fallið er í bóklegum prófum til almennra ökuréttinda, og vísa í ársskýrslu sem verður gefin út af stofnuninni,“ segir Þuríður. Ársskýrsla stofnunarinnar fyrir árið 2023 er ekki komin út, en skýrslan fyrir 2022 var gefin út í júní 2023. Því er ekki loku fyrir það skotið að Þuríður gæti þurft að bíða nokkuð eftir upplýsingunum sem hún hefur kallað eftir. Síðdegisumferð á Suðurlandsbraut. Við skulum vona að allir þátttakendur í henni hafi náð ökuprófinu á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Vinna í myrkri Þuríður er einnig gagnrýnin á það sem hún kallar sambandsleysi milli Samgöngustofu og Ökukennarafélagsins. Hún segir að áður hafi sá háttur verið hafður á að félagið hafi átt fulltrúa sem kynnti sér fyrirhugaðar breytingar á ökuprófinu og hafi getað komið með athugasemdir. Það fyrirkomulag sé þó ekki lengur við lýði. „Hluti stjórnarinnar fór á fund með Samgöngustofu í janúar. Þar spurði ég hvort það hafi aldrei komið til greina að taka Ökukennarafélagið inn í þessa vinnu, þar sem þetta eru svo viðamiklar breytingar. Það var bara „Nei“,“ segir Þuríður. Hún segir bagalegt að aðkoma félagsins hafi verið með öllu afþökkuð, þar sem það séu ökukennararnir sem kenni efnið sem prófað er. Eðli málsins samkvæmt þyrftu þeir því helst að vita hvernig prófin líta út, hvað er spurt um og svo framvegis. „Við notum bara námskrána til að fara eftir, um hvað við eigum að kenna,“ segir Þuríður. Samgöngustofa hafi vísað til þess að prófasérfræðingur frá Menntamálastofnun hafi komið að breytingunum. „En við erum svolítið að vinna í mykri. Við erum bara með námsskrána, við höfum aldrei séð prófin.“ Þuríður leggur áherslu á að breytingin á prófafyrirkomulaginu sjálfu sé ekki endilega til verri vegar. Mikilvægast sé að prófin séu sanngjörn og áreiðanleg, og að þau prófi sannarlega þá kunnáttu sem ökunemar þurfi að hafa. „Það sem við erum uggandi yfir er þetta sambandsleysi.“ Vilja meiri reynslu á prófið áður en tölur birtast Í samtali við Vísi segir Þórhildur Elín Elínardóttir að yfirfærsla á rafrænt form hafi verið ætluð til að létta umsýslu, tryggja öryggi gagna og færa prófið til nútímans. Það hafi verið löngu tímabært, og breytingin hafi verið undirbúin vel og lengi. „Þrátt fyrir að framsetningin hafi breyst um leið, það er breytingin úr krossaprófi yfir í rétt eða rangt spurningar, var tilgangurinn ekki að gera fólki erfiðara eða auðveldara að ná prófinu. Við viljum áfram að fólk sé mjög vel undirbúið og lesi fyrir prófið,“ segir Þórhildur. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.Vísir/Einar Hins vegar taki tíma að stilla fyrirkomulagið af. „Við erum ekki komin með tölur sem við getum farið að gefa út, þetta er enn í byrjunarfasa. Þær tölur sem við erum enn komin með teljum við ekki gæfa nægilega glögga mynd af heildarárinu. Við viljum sjá aðeins lengri tíma áður en við förum að gefa þær út,“ segir Þórhildur. „Þegar svona gagngerar breytingar verða, þá er nú kannski eðlilegt og sanngjarnt að gefa þeim breytingum smá tíma áður en við förum að draga einhverjar ályktanir af stöðunni.“ Hún segir samstarf við Ökukennarafélagið hafa verið gott, hvort sem er í formannstíð Þuríðar eða forvera hennar. Varðandi athugasemdir Þuríðar um aðgang ökukennara að prófinu segir Þórhildur að prófað sé úr umferðarreglunum. „Við erum að prófa hvort fólk hefur undirbúið sig í ökuskóla og eftir þeim gögnum sem skólinn lætur þeim í té.“ Bílpróf Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Um miðjan maí var gerð breyting á skriflegum ökuprófum til almenns ökuprófs, eða svokallaðra B-réttinda. Áður samanstóðu prófin af A- og B-hluta, og voru samtals 30 spurningar, 15 í hvorum hluta. Um var að ræða fjölvalsspurningar þar sem eitt, tvö eða þrjú svör gátu verið rétt. Heimilt var að fá 2 villur í A-hluta og 5 í B-hluta, en ná samt prófinu. Með breytingunum var skiptingin afnumin og spurningum fjölgað um 20, auk þess sem þeim var breytt úr fjölvalsspurningum yfir í fullyrðingar, sem próftakar þurftu að merkja annað hvort sem rangar eða réttar. Til að ná prófinu þarf að svara minnst 46 fullyrðingum rétt. Þar að auki voru prófin færð á rafrænt form. Hærra fall í upphafi Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir að fyrir breytingarnar hafi hlutfall þeirra sem féllu á prófinu verið um 50 prósent. Það hafi hækkað umtalsvert eftir breytingar, miðað við þau litlu gögn sem hún hafi í höndunum. „Ég veit til þess að á fyrstu vikum eftir breytingar hafi fallið verið 66 prósent. Við erum þá að tala um að rúmlega sex af hverjum tíu ná ekki prófinu,“ segir Þuríður í samtali við Vísi. Hún segir ökukennara nokkuð uggandi yfir þeirri þróun, og margir hafi haft samband við hana þar sem þeim lítist ekki á blikuna varðandi árangur sinna ökunema. „Ég bað um upplýsingar aftur, hvort fallið sé ekki eitthvað að jafnast út. Þá fæ ég neitun, og Samgöngustofa vill ekki gefa mér upp hvert fallið er í bóklegum prófum til almennra ökuréttinda, og vísa í ársskýrslu sem verður gefin út af stofnuninni,“ segir Þuríður. Ársskýrsla stofnunarinnar fyrir árið 2023 er ekki komin út, en skýrslan fyrir 2022 var gefin út í júní 2023. Því er ekki loku fyrir það skotið að Þuríður gæti þurft að bíða nokkuð eftir upplýsingunum sem hún hefur kallað eftir. Síðdegisumferð á Suðurlandsbraut. Við skulum vona að allir þátttakendur í henni hafi náð ökuprófinu á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Vinna í myrkri Þuríður er einnig gagnrýnin á það sem hún kallar sambandsleysi milli Samgöngustofu og Ökukennarafélagsins. Hún segir að áður hafi sá háttur verið hafður á að félagið hafi átt fulltrúa sem kynnti sér fyrirhugaðar breytingar á ökuprófinu og hafi getað komið með athugasemdir. Það fyrirkomulag sé þó ekki lengur við lýði. „Hluti stjórnarinnar fór á fund með Samgöngustofu í janúar. Þar spurði ég hvort það hafi aldrei komið til greina að taka Ökukennarafélagið inn í þessa vinnu, þar sem þetta eru svo viðamiklar breytingar. Það var bara „Nei“,“ segir Þuríður. Hún segir bagalegt að aðkoma félagsins hafi verið með öllu afþökkuð, þar sem það séu ökukennararnir sem kenni efnið sem prófað er. Eðli málsins samkvæmt þyrftu þeir því helst að vita hvernig prófin líta út, hvað er spurt um og svo framvegis. „Við notum bara námskrána til að fara eftir, um hvað við eigum að kenna,“ segir Þuríður. Samgöngustofa hafi vísað til þess að prófasérfræðingur frá Menntamálastofnun hafi komið að breytingunum. „En við erum svolítið að vinna í mykri. Við erum bara með námsskrána, við höfum aldrei séð prófin.“ Þuríður leggur áherslu á að breytingin á prófafyrirkomulaginu sjálfu sé ekki endilega til verri vegar. Mikilvægast sé að prófin séu sanngjörn og áreiðanleg, og að þau prófi sannarlega þá kunnáttu sem ökunemar þurfi að hafa. „Það sem við erum uggandi yfir er þetta sambandsleysi.“ Vilja meiri reynslu á prófið áður en tölur birtast Í samtali við Vísi segir Þórhildur Elín Elínardóttir að yfirfærsla á rafrænt form hafi verið ætluð til að létta umsýslu, tryggja öryggi gagna og færa prófið til nútímans. Það hafi verið löngu tímabært, og breytingin hafi verið undirbúin vel og lengi. „Þrátt fyrir að framsetningin hafi breyst um leið, það er breytingin úr krossaprófi yfir í rétt eða rangt spurningar, var tilgangurinn ekki að gera fólki erfiðara eða auðveldara að ná prófinu. Við viljum áfram að fólk sé mjög vel undirbúið og lesi fyrir prófið,“ segir Þórhildur. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.Vísir/Einar Hins vegar taki tíma að stilla fyrirkomulagið af. „Við erum ekki komin með tölur sem við getum farið að gefa út, þetta er enn í byrjunarfasa. Þær tölur sem við erum enn komin með teljum við ekki gæfa nægilega glögga mynd af heildarárinu. Við viljum sjá aðeins lengri tíma áður en við förum að gefa þær út,“ segir Þórhildur. „Þegar svona gagngerar breytingar verða, þá er nú kannski eðlilegt og sanngjarnt að gefa þeim breytingum smá tíma áður en við förum að draga einhverjar ályktanir af stöðunni.“ Hún segir samstarf við Ökukennarafélagið hafa verið gott, hvort sem er í formannstíð Þuríðar eða forvera hennar. Varðandi athugasemdir Þuríðar um aðgang ökukennara að prófinu segir Þórhildur að prófað sé úr umferðarreglunum. „Við erum að prófa hvort fólk hefur undirbúið sig í ökuskóla og eftir þeim gögnum sem skólinn lætur þeim í té.“
Bílpróf Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent