„Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. september 2024 13:29 Andri Snær gagnrýnir Viðskiptaráð fyrir að einblína á afkomu fyrirtækja þegar kemur að loftslagsaðgerðum. Ráðið sýni óábyrgt metnaðarleysi í málaflokknum. Vísir/Vilhelm Andri Snær Magnason gagnrýnir Viðskiptaráð fyrir afstöðu þess til loftslagsaðgerða. Vilji samtökin láta taka sig alvarlega þurfi þau að koma með plan í stað þess að einblína eingöngu á afkomu fyrirtækja. Eins og stendur sé ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtækjum að vera í Viðskiptaráði Andri Snær gagnrýnir ráðið í skoðanagreininni „Samrýmist það samfélagslegri ábyrgð ef fyrirtæki þitt er aðili að Viðskiptaráði?“ sem birtist á Vísi í dag. Þar byrjar hann á að velta því fyrir sér hvernig það væri ef einn daginn myndu allir „veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum“ vakna og segja ekkert nema „EBITA EBITA! EBITA.“ Hugtakið stendur fyrir „Earnings Before Interest, Taxes and Amortization“ eða afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna, vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. „Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð,“ skrifar Andri. Hann bætir við að staðan sé ekki góð; Amazon-skógarnir brenni sem aldrei fyrr og flóð sem eigi að koma á þúsund ára fresti komi á tíu ára fresti. Hins vegar hafi „Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi neikvæð efnahagsleg áhrif.“ Mikilvæg verkefni fái falleinkunn ráðsins Það sé öllum ljóst að breytingarnar sem þurfi að gera næstu þrjátíu árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum sem sé óhjákvæmilegt, ekki síst þegar atvinnugreinar hafi verið vitlaust hannaðar í upphafi. Hið opinbera þurfi vissulega aðhald og stundum séu settar reglur sem hafi öfug áhrif og markmið sem séu óraunhæf eða loftkennd. Þá sé hárrétt að vitlausar aðgerðir geti valdið kollsteypu. Sé excel-skjal Viðskiptaráðs skoðað, þá sé viðmiðið þeirra mjög einfalt. „Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkunn,“ skrifar Andri. Hann tekur dæmi um verkefni sem fái falleinkunn hjá ráðinu og nefnir m.a. endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins, vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum, áætlun um útfösun F-gasa og hleðslustöðvar í höfnum landsins. Allt þetta fái falleinkunn. Óábyrgt og nánast glæpsamlegt metnaðarleysi Loks segir Andri að í Viðskiptaráði sitji ungt fólk í „einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns“ og ef þau vilji láta taka sig alvarlega verði þau „að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins.“ „Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja?“ skrifar hann. Andri segir metnaðarleysi Viðskiptaráðsins í málaflokknum óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Því sé tímabært að taka skýrt fram: „Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútímasamfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum.“ Að lokum hvetur Andri fólk til að lesa excel-skjal Viðskiptaráðs og skýrslur Sameinuðu Þjóðanna, reikna út hvenær börn þess fara á eftirlaun og bera saman við spár vísindamanna. „Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA“ „Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar“ Andri Snær hefur áður lent upp á kant við starfsfólk Viðskiptaráðs. Í mars átti rithöfundurinn í deilum við Gunnar Úlfarsson, yfirhagfræðing Viðskiptaráðs, á samfélagsmiðlinum X um útgjöld ríkisins til menningarmála. Gunnar hafði birt færslu á miðlinum um áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála, íþrótta og trúmála á mann í Evrópu. Andri sagði vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ skrifaði Andri í einni færslunni. Gunnar svaraði því að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir og málið væri einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“ Umhverfismál Loftslagsmál Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Andri Snær gagnrýnir ráðið í skoðanagreininni „Samrýmist það samfélagslegri ábyrgð ef fyrirtæki þitt er aðili að Viðskiptaráði?“ sem birtist á Vísi í dag. Þar byrjar hann á að velta því fyrir sér hvernig það væri ef einn daginn myndu allir „veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum“ vakna og segja ekkert nema „EBITA EBITA! EBITA.“ Hugtakið stendur fyrir „Earnings Before Interest, Taxes and Amortization“ eða afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna, vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. „Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð,“ skrifar Andri. Hann bætir við að staðan sé ekki góð; Amazon-skógarnir brenni sem aldrei fyrr og flóð sem eigi að koma á þúsund ára fresti komi á tíu ára fresti. Hins vegar hafi „Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi neikvæð efnahagsleg áhrif.“ Mikilvæg verkefni fái falleinkunn ráðsins Það sé öllum ljóst að breytingarnar sem þurfi að gera næstu þrjátíu árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum sem sé óhjákvæmilegt, ekki síst þegar atvinnugreinar hafi verið vitlaust hannaðar í upphafi. Hið opinbera þurfi vissulega aðhald og stundum séu settar reglur sem hafi öfug áhrif og markmið sem séu óraunhæf eða loftkennd. Þá sé hárrétt að vitlausar aðgerðir geti valdið kollsteypu. Sé excel-skjal Viðskiptaráðs skoðað, þá sé viðmiðið þeirra mjög einfalt. „Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkunn,“ skrifar Andri. Hann tekur dæmi um verkefni sem fái falleinkunn hjá ráðinu og nefnir m.a. endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins, vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum, áætlun um útfösun F-gasa og hleðslustöðvar í höfnum landsins. Allt þetta fái falleinkunn. Óábyrgt og nánast glæpsamlegt metnaðarleysi Loks segir Andri að í Viðskiptaráði sitji ungt fólk í „einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns“ og ef þau vilji láta taka sig alvarlega verði þau „að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins.“ „Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja?“ skrifar hann. Andri segir metnaðarleysi Viðskiptaráðsins í málaflokknum óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Því sé tímabært að taka skýrt fram: „Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútímasamfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum.“ Að lokum hvetur Andri fólk til að lesa excel-skjal Viðskiptaráðs og skýrslur Sameinuðu Þjóðanna, reikna út hvenær börn þess fara á eftirlaun og bera saman við spár vísindamanna. „Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA“ „Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar“ Andri Snær hefur áður lent upp á kant við starfsfólk Viðskiptaráðs. Í mars átti rithöfundurinn í deilum við Gunnar Úlfarsson, yfirhagfræðing Viðskiptaráðs, á samfélagsmiðlinum X um útgjöld ríkisins til menningarmála. Gunnar hafði birt færslu á miðlinum um áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála, íþrótta og trúmála á mann í Evrópu. Andri sagði vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ skrifaði Andri í einni færslunni. Gunnar svaraði því að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir og málið væri einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“
Umhverfismál Loftslagsmál Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira