Erlent

Útvarpsmaður rekinn vegna niðrandi ummæla

Don Imus.
Don Imus. MYND/AFP
Bandaríska útvarps- og sjónvarpsstöðin CBS hefur rekið einn af þáttastjórnendum sínum, Don Imus, eftir að hann gerðist sekur um að úthúða körfuboltaliði svartra stúlkna vegna kynþáttar þeirra. Hann kallaði þær „heysátu-hórur" (e. nappy-headed ho´s) en nappyhead er niðrandi orðatiltæki um hár svartra og ho er slangur yfir hórur.

Forseti CBS, Leslie Moonves, sagði að honum þættu ummæli Imus viðbjóðsleg. „Það hefur verið kröftug umræða um áhrif tungutaks á ungt fólk og þá sérstaklega á ungar svartar konur sem eru að reyna að fóta sig í samfélaginu." sagði hann. Þáttur Imus aflaði CBA 15 milljón dollara tekjum á ári og hafði um 3,5 milljón hlustendur á viku árið 2005. Þættinum var einnig útvarpað á netinu og talið er að um 330.000 hafi hlustað á þáttinn þar.

Imus hefur beðist afsökunar á opinberum vettvangi þó nokkrum sinnum síðan atvikið átti sér stað. Stúlkur í körfuboltaliðinu sem hann átti við hafa sagt að þær séu sárar vegna ummæla hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×