Erlent

Rússland ekki á meðal lýðræðisríkja

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðför sína að fjölmiðlafrelsi í landinu.
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðför sína að fjölmiðlafrelsi í landinu. MYND/AP

Rússland og Írak fá ekki aðgöngu að samtökum lýðræðisríkja. Alþjóðleg nefnd sérfræðinga mun tilkynna það í næstu viku. Bandaríkin áttu frumkvæði að stofnun hópsins og á hann að stuðla að auknu frjálsræði í stjórnmálum. Sérfræðinganefndin mun mæla með því að 100 ríki verði boðuð til ráðherrafundar lýðræðisríkja en hann verður haldinn í borginni Bamoko í Malí.

18 ríkjum til viðbótar, sem eru á leið til lýðræðis, ætti að leyfa að fylgjast. 54 löndum verður hins vegar ekki boðið að taka þátt. „Sífelldar árásir á mannréttindi í Rússlandi, áframhaldandi ólga í Írak, valdarán í Taílandi og Fiji koma í veg fyrir að þessum löndum sé boðið að taka þátt." segir í tilkynningu frá nefndinni. Í henni eru fyrrum forsetar, stjórnmálamenn, mannréttindafrömuðir og fræðimenn. Skýrslan verður kynnt í Brussel á mánudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×