Erlent

Önnur umferð nauðsynleg í forsetakosningum í Austur-Tímor

Svo virðist sem að það muni þurfa aðra umferð í forsetakosningunum í Austur-Tímor. Sem stendur eru tveir menn nærri jafnir og er það forsætisráðherrann, Jose Ramos-Horta, og annar uppreisnarmaður sem umbreyttist í stjórnmálamann. Kosið var í gær og fóru kosningarnar friðsamlega fram.

Mikil kjörsókn var í kosningunum og búist er við niðurstöðum úr þeim í næstu viku. Önnur umferð gæti hins vegar leyst úr læðingi átök á milli stuðningsmanna frambjóðendanna tveggja. Ramos-Horta hefur fengið friðarverðlaun Nóbels en hann hefur barist á alþjóðlegum vettvangi fyrir sjálfstæði Austur-Tímor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×