Erlent

Mega ekki hagnast fjárhagslega á frásögnum sínum

Faye Turney náði að nýta sér tækifærið og tryggja framtíð dóttur sinnar. Hún gaf einnig skipverjum sem voru með henni á skipi hluta fjársins.
Faye Turney náði að nýta sér tækifærið og tryggja framtíð dóttur sinnar. Hún gaf einnig skipverjum sem voru með henni á skipi hluta fjársins. MYND/AFP

Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur bannað fleiri sjóliðum að selja frásagnir sínar af dvöl þeirra í Íran. Áður hafði þeim verið leyft að sekja frádagnir sínar og tókst tveimur þeirra að gera það. Faye Turney, eina konan sem var með í för, fékk víst um 100.000 pund fyrir að hafa selt sögu sína til ITV1 og dagblaðsins the Sun.

Gríðarleg gagnrýni fylgdi ákvörðun varnarmálaráðuneytisins um að leyfa þeim að selja frásagnir sínar. Gagnrýnendur sögðu þetta gera lítið úr starfi hermannsins. Einnig var bent á að fjölskyldur þeirra sem misstu börn fengu engan pening á meðan þau sem lifðu af, komu heim og urðu hetjur, fengu gríðarlegar fjárhæðir.

Varnarmálaráðuneytið lýsti því yfir fyrr í dag að það myndi endurskoða reglurnar sem lúta að starfsmönnum ráðuneytisins og hermönnum og hvort þeir mættu selja frásagnir sínar.


Tengdar fréttir

Vilja ekki að hermenn hagnist persónulega

Breska varnarmálaráðuneytið ætlar sér að endurskoða reglur sínar varðandi það að gefa hermönnum og fyrrum starfsfólki leyfi til þess að selja sögur sínar til fjölmiðla. Mikil umræða varð um málið í Bretlandi í kjölfar þess að ákveðið var að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku að selja fjölmiðlum sögur sínar.

Íranar segja sjóliðana ljúga

Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni.

Íranar sýna ný myndbönd af sjóliðunum

Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×