Erlent

Sjíar mótmæla hersetu Bandaríkjanna

Tugþúsundir Sjía gengu morgun fylktu liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna. Í dag eru fjögur ár liðin frá því bandarískar hersveitir náðu höfuðborginni Baghdad á sitt vald, en afmælisveislan er í daprara lagi.

Í stað gleði og fagnaðarláta er haldið upp á afmælið með því að banna alla bílaumferð í borginni næsta sólarhringinn. Sjíaklerkurinn Moktata Al-Sadr hefur hvatt fylgismenn sína til að herða aðgerðir gegn Bandaríkjamönnum og búist er við allt að einni milljón manns á götum Najaf síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×