Erlent

Reyndi að ráða leigumorðingja til að drepa fóstur

18 ára bandarískur unglingur sagðist sekur um að hafa reynt að ráða leigumorðingja til þess að drepa ófætt barn fyrrum kærustu sinnar og fékk nærri sex ára fangelsisdóm fyrir vikið.

Charles D. Young reyndi í október á síðasta ári að semja við leigumorðingja, sem var í raun fulltrúi lögreglunnar í dulargervi, um að meiða fyrrum kærustu sína svo alvarlega að hún myndi missa fóstur. Young bauð manninum 3.250 dollara fyrir verkið, eða um 220.000 íslenskar krónur.

Young var handtekinn eftir að bekkjarfélagi hans komst að áætlun hans og lét lögreglu vita. Lögreglan setti sig síðan í samband við hann og kom á fót fundi með lögreglumanni í dulargervi. Á fundinum sagði Young að honum væri sama hvort að fyrrum kærastan lifði árásina af eður ei.

Þegar dómurinn var kveðinn upp bað Young fjölskyldu stúlkunnar og hana afsökunar. Hann frétti af óléttu stúlkunnar eftir að þau hættu saman og í upphafi vildi hann eiga barnið. Stuttu seinna skipti hann um skoðun og vildi ekki koma nálægt því. Lögfræðingur Young sagði hann gáfaðan ungan mann sem hefði fengið slæm ráð.

Fréttavefur Yahoo skýrir frá þessu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×