Erlent

Svisslendingar sendi ekki djöfullegt lag í Eurovision

DJ Bobo er sendifulltrúi Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Á myndinni sést hann taka við stöðunni í október síðastliðinn.
DJ Bobo er sendifulltrúi Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Á myndinni sést hann taka við stöðunni í október síðastliðinn. MYND/AFP

Kristnir Svisslendingar fara nú fram á að framlag landsins til Eurovision keppninnar í ár verði bannað þar sem það sé djöfullegt. Lýðræðisflokkur í landinu hefur safnað 49 þúsund undirskriftum og afhent ríkisstjórnarinni. Farið er farið er fram á að gripið verði í taumana. Lag DJ Bobos nefnist Vampires Are Alive. Í textanum segir meðal annars; „seldu sálu þína eftir miðnætti" og „frá himnum til helvítis, njóttu ferðarinnar".

Flokkurinn segir að söngvarinn láti líta út fyrir að Satan og helvíti sé ósköp venjulegt. Á fréttavef Ananova segir Thomas Feuz einn forystumanna flokksins að flokkurinn hafi ekkiert á móti söngvaranum sjálfum; „en lagið hefur eyðileggjandi meiningu og við viljum að það verði stoppað."

Söngvarinn hefur kvartað út af aðgerðum flokksins. Þær séu hlægilegar og fáránlegar. Textasmíðin sé einungis skáldskapur. Allir hafi auk þess frelsi til að segja það sem þeir vilja.

Útvarpsstöðvar í þýska hluta Sviss hafa nú þegar neitað að spila Vampires Are Alive. Ekki vegna textans eða að það sé djöfullegt. Lagið sjálft sé bara glatað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×