Erlent

Þú þarna í rauðu peysunni

Óli Tynes skrifar
"Hættu þessu ódámurinn þinn."
"Hættu þessu ódámurinn þinn."
Nýjasta hugmynd yfirvalda í Bretlandi er að setja upp myndavélar sem arga á fólk ef það gerir eitthvað sem það má ekki. Í Bretlandi er ein eftirlitsmyndavél á hverja fjórtán íbúa. Nú á að bæta á þær hátölurum til þess að bæjarstarfsmenn geti strax skammað þá sem sýna af sér svokallaða andfélagslega hegðun.

Í rökstuðningi með hinum argandi myndavélum segir að þær muni auka öryggi borgaranna og draga úr andfélagslegri hegðun. Enginn kæri sig um að vera skammaður opinberlega og það með hárri raust svo að allir nærstaddir heyri.

Ekki eru allir sáttir við hinn mikla fjölda myndavéla í landinu enda eru þær fleiri á íbúa en í nokkru öðru landi í heiminum. Mannréttindasamtök vara við því að Bretland sé að verða slíkt eftirlitsþjóðfélag að þar geti enginn maður frjálst um höfuð strokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×