Erlent

Friðsöm mótmæli í Kænugarði

Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. Mótmælin eru vegna ákvörðunar Viktors Jústsjenkós, forseta landsins, um að leysa upp þing og boða til kosninga í maílok. Bandamenn Janukovits krefjast þess að stjórnlagadómstóll ógildi ákvörðunina og þingmenn úr hans röðum hafa neitað að leggja niður störf. Þeir Jústsjenkó og Janukovits hafa lengi eldað grátt silfur en ekki hefur slegið í svo alvarlega brýnu með þeim síðan á dögum appelsínugulu byltingarinnar haustið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×