Erlent

Bjóða fyrrum nýlendum óheftan aðgang

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrði frá því í morgun að það ætlaði sér að bjóða öllum fyrrum nýlendum Evrópu óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aðlögunartímabil verða þó á hrísgrjónum og sykri. Flestar útflutningsvörur nærri 80 Afríku- og Kyrrahafsríkja eru ekki tollbundnar og komast án álagningar inn á Evrópumarkað.

Undanþágan sem vörurnar eru á rennur hins vegar út í lok þessa árs og hafa viðræður um nýtt samkomulag lítt komist áfram. Tilboðið sem Evrópusambandið sagði frá í morgun mun gagnast 30 þróuðustu ríkjunum í hópnum en tollar á ávexti, grænmeti, morgunkorn og kjöt verða felldir niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×