Erlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að myrða fatlaðan son sinn

Fullorðin áströlsk hjón sem myrtu alvarlega fatlaðan son sinn til þess að binda enda á þjáningar hans komust hjá fangelsisdómi í dag þegar að dómari ákvað að þau hefðu þjáðst nóg. Margaret, 60 ára, og Raymond Sutton, 63 ára, lýstu sig sek fyrir að hafa árið 2001 myrt 28 ára son sinn Matthew. Hann var blindur frá fæðingu, var með skerta heilastarfsemi og sá fram á aðgerð sem að hefði gert hann heyrnarlausan og skert hann bragðskyni.

Saksóknarar reyndu að fá hjónin dæmd í fangelsi en dómarinn féllst á rök verjenda hjónanna sem voru að þau hefðu myrt son sinn vegna umhyggju og að þau hefðu ekki getað horft upp á son sinn þjást lengur. Dómarinn setti þau hins vegar á fimm ára skilorðbundinn dóm. Fram kom að Margaret hefði gefið Matthew deyfilyf og Richard síðan bundið enda á líf hans. Hjónin vildu ekki segja hvernig þau höfðu myrt son sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×