Erlent

Hommafælinn biskup undir lögregluvernd

Dómkirkjan í Genúa.
Dómkirkjan í Genúa.

Ítalskur biskup er undir lögregluvernd eftir að hafa líkt samkynhneigð við blóðskömm og barnaníðslu. Viðbrögð við orðum hans voru meðal annars þau að einhver málaði með úðabrúsa á dyrnar á kirkju hans; Skömm sé þér Bagnasco. Angelo Bagnasco, erkibiskup hefur verið opinskár í fordæmingu sinni á samkynhneigð. Kirkja hans er dómkirkjan í Genúa.

Bagnasco var í forsæti á biskuparáðstefnu í síðasta mánuði þar sem samþykkt var tilskipun til kaþólskra stjórnmálamanna um að greiða atkvæði gegn því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband. Kaþólska kirkjan er þeirrar skoðunar að það myndi veikja þá grundvallarstofnun sem hjónabandið sé í samskiptum manna.

Talsmaður samkynhneigðra fordæmdi orð biskupsins, en hann fordæmdi einnig krotið á kirkjudyrnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×