Erlent

Neyðaraðstoð hafin á Salómonseyjum

MYND/AFP
Byrjað er að veita þeim þúsundum sem eru án matar og vatns á Salómonseyjum neyðaraðstoð. Flóðbylgja fór yfir eyjurnar í fyrrnótt eftir að stór jarðskjálfti varð á svæðinu. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið og þúsundir misstu heimili sín. Kröftugir eftirskjálftar hafa gert ástandið enn verra. Salómonseyjar eru fjölmargar og strjálbýlar og því er talið að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunarlið fara á fleiri staði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×