Erlent

Ofbeldið í Írak eykst enn

Ekkert lát er á vargöldinni í Írak.
Ekkert lát er á vargöldinni í Írak. MYND/AP

Þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir í Írak létu fleiri lífið þar í ofbeldisverkum í marsmánuði en í mánuðinum þar á undan. Samkvæmt upplýsingum írösku ríkisstjórnarinnar dó 1.861 maður í landinu vegna átaka og hryðjuverka en í febrúar biðu 1.645 bana. Aukningin er því um þrettán prósent. Stór hluti ofbeldisverkanna var unnin utan höfuðborgarinnar Bagdad og hefur útsendurum al-Kaída verið kennt um nokkrar þeirra verstu. Mannskæðasta tilræðið var framið í borginni Tal Afar fyrir helgi en þá dóu 152. Það er raunar mannskæðasta einstaka hryðjuverkið sem framið hefur verið í Írak frá innrásinni 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×