Erlent

Uppreisnarmenn skjóta niður þyrlu

Þyrla þeirrar gerðar sem fórst í dag.
Þyrla þeirrar gerðar sem fórst í dag. MYND/AFP
Herþyrla var skotin niður í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, í dag á meðan eþíópíski herinn og uppreisnarmenn börðust. Þyrlan var eþíópísk. Hún varð alelda og féll svo til jarðar. Sjónarvottar sögðu að uppreisnarmenn hefðu grandað þyrlunni með flugskeyti.

Alþjóðanefnd Rauða krossins sagði að bardagarnir í borginni í dag hefðu verið þeir allra hörðustu í um 15 ár. Tugir hafa látið lífið í bardögunum sem hafa geisað í tvo daga. Um 229, mestmegnis konur og börn, þurftu að leita aðstoðar á sjúkrahúsi undanfarinn sólarhring.

Talsmaður Afríkusambandsins sagði að hermenn þeirra hefðu náð að tryggja flakið og endurheimta lík mannanna sem fórust í slysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×