Erlent

Hicks fékk sjö ára dóm

Herdómstóll, í Guantanamo á Kúbu, dæmdi í dag Ástralann David Hicks til sjö ára fangelsisvistar, til viðbótar við þau fimm ár sem hann hefur þegar varið í fangabúðunum, fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn. Fyrr í vikunni játaði Hicks að hafa hlotið þjálfun í búðum al-Kaída og barist með talibönum gegn Bandaríkjaher í Afganistan, í tvær klukkustundir í október 2001, áður en hann flúði af hólmi. Eftir helgi verður Hicks fluttur til heimalands síns þar sem hann afplánar dóminn. Hann er fyrsti fanginn í Guantanamo sem hlýtur dóm, en hundruð manna er ennþá haldið þar án dóms og laga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×