Erlent

Blair lýsir viðbjóði á meðferð sjóliða

Tony Blair forsætisráðherra Breta lýsir viðbjóði sínum á meðferð sjóliðanna sem eru í haldi Írana. Íranska stjórnin segir sjóliðana hafa komið ólöglega inn í íranska landhelgi. Blair segir að eina lausnin í málinu sé að sjóliðarnir verði látnir lausir. Þá segir forsætisráðherrann myndskeið af sjóliðunum í írönsku sjónvarpi, ekki blekkja neinn. Tekið verði á málinu af festu en þolinmæði.

Tvö myndskeið hafa verið sýnd í írönsku sjónvarpi. Í því fyrra sést Faya Turney, eini kvenkyns sjóliðinn og í hinu myndbandinu biður Nathan Thomas Summer írönsku þjóðina afsökunar á því sem gerðist. Bæði segjast hafa farið inn í íranska landhelgi.

Utanríkisráðuneyti Breta gagnrýndi útsendingu myndbandanna. Í yfirlýsingu segir að það sé svívirðilegt að sjóliðarnir séu notaðir í áróðursstarfsemi.

Fréttir herma að Íranir íhugi að endurskoða að sleppa eina kvenkyns sjóliðanum, Faye Turney.

Margaret Beckett utanríkisráðherra Breta sagði í viðtali við BBC að enginn sáttavilji væri í bréfi sem írönsk stjórnvöld sendu út af málinu. Ekkert benti til þess að vildu leita leiða út úr þessari erfiðu deilu. Hún sagði Breta hafa leitað leiða til að koma Írönum út úr aðstæðunum, fyrir Breta, Írani og fyrst og fremst fyrir sjóliðana sjálfa.

Tengdar fréttir

Bretar vilja Evrópulönd í lið með sér

Bretar freista þess nú að fá Evrópulönd í lið með sér til að einangra Íran vegna sjóliðadeilunnar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær yfirlýsingu til Íranskra stjórnvalda þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum vegna handtöku sjóliðanna 15. Í yfirlýsingunni er þrýst á stjórnvöld í Teheran að leyfa Breska sendiherranum aðgang að fólkinu.

Játning sjóliða í írönsku sjónvarpi

Írönsk sjónvarpsstöð sýndi í morgun myndband með þremur af bresku sjóliðunum sem eru í haldi Írana vegna sjóliðadeilunnar. Í því baðst einn sjóliðanna afsökunar á því að hafa farið inn í íranska lögsögu. Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad krefst þess að Bretar biðjist afsökunar á því sem Íranar kalla ólöglega innkomu sjóliðanna í íranska landhelgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×