Erlent

Nú má sko skjóta fólk í Texas

Óli Tynes skrifar
Minn garður.
Minn garður. MYND/AP

Ríkisstjórinn í Texas hefur undirritað lög sem gera Texasbúum auðveldara að skjóta meðbræður sína. Fram til þessa hefur þeim verið velkomið að skjóta fólk sem á einhvern hátt hefur ógnað þeim á heimilinu, í bílnum eða í vinnunni. Sá böggull hefur þó fylgt skammrifi að það hefur ekki mátt skjóta nema reyna fyrst að komast hjá ógninni á einhvern annan hátt.

Sá böggul hefur verið fjarlægður, með hinum nýju lögum. Nú er það reynar ekki svo að það megi skjóta mann ef hann segir BÚÚH, eða ef mann bara grunar að hann um græsku.

Það verður að vera nokkuð ljóst að hann hafi illt í hyggju, eins og til dæmis ef hann fer inn á einkalóð án leyfis. En þá má líka plaffa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×