Erlent

Danskir ráðherrar sáttir við nakin umferðarskilti

Danskir ráðherrar eru sáttir við nekt fyrir góðan málstað.
Danskir ráðherrar eru sáttir við nekt fyrir góðan málstað.

Bæði jafnréttisráðherra Danmerkur og dómsmálaráðherra eru sáttir við það að berbrjósta stúlkur skyldu notaðar til þess að reyna að draga úr umferðarhraða með því að halda á lofti skiltum þar sem leyfður hraði er tilgreindur. Milljónir manna um allan heim hafa farið inn á heimasíðu dönsku umferðarstofunnar til þess að skoða myndir af þeim.

Ekki eru þó allir sáttir við þessa herferð og jafnréttisfulltrúi stjórnarandstöðunnar á þingi spurði ráðherrana út í þeirra skoðanir. Lene Espersen, dómsmálaráðherra taldi að þarna væri verið að nota kvenmannslíkama í góðum tilfangi og tilgangurinn helgaði meðalið.

Eva Kjer Hansen, jafnréttisráðherra er á sömu skoðun. Hún sagðist ekkert hafa við herferðina að athuga meðan hún skilaði árangri, og þessi herferð væri bæði ódýrari og umtalaðri en aðrar sem farið hefur verið í.

Smelltu hér til að sjá myndbandið sem danska umferðarstofan lét gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×