Erlent

Á hraðri leið til...

Fiesta prestsins er engin smákerra.
Fiesta prestsins er engin smákerra.

Portúgölsk samtök sem berjast fyrir betri umferðarmenningu hafa skrifað páfa bréf þar sem þau biðja hann um sjá til þess að prestur nokkur sem á 150 hestafla Ford Fiesta, falli ekki í þá freistni að aka of hratt. Faðir Antonio Rodrigues er eini maðurinn í Portúgal sem á Ford Fiesta 2000 ST. Samtökin segja að hann grobbi sig af því að bíllinn sé enga stund að tæta sig upp í 210 kílómetra hraða, og að hann þakki Guði fyrir að hafa aldrei verið sektaður.

Í bréfi sínu segja hinir áhyggjufullu bílistar; "Við biðjum yðar heilagleika að hjálpa þessum ógæfusama presti til þess að hugsa um alvarleika gjörða sinna og falla ekki í þá freistni að aka of hratt og monta sig af því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×