Erlent

Harður jarðskjálfti undan strönd Japans

AFP

Að minnsta kosti einn týndi lífi og 160 slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem varð undan vesturströnd Honshu-eyju í Japan í nótt. Upptök hans voru um 300 kílómetra norð vestur af Tokyo. Skjálftinn mældist 7,1 á richter.

Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út og fólk hvatt til að færa sig frá strandsvæðum. Viðvörunin var síðar afturkölluð. Svo virðist sem töluverðar skemmdir hafi orðið á húsum sem hristust eða hrundu til grunna. Þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og hjálparsveitir komnar til að aðstoða við hreinsunarstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×