Erlent

Keypti dagbækur Önnu Nicole fyrir 33 milljónir

Tvær dagbóka Önnu Nicole Smith hafa verið seldar þýskum auðjöfri. Dagbækurnar eru frá árunum 1992 og 1994 og eru handskrifaðar af Önnu Nicole. Að því er fram kemur á danska fréttavefnum bt.dk þá hyggst þýski auðjöfurinn selja brot úr dagbókunum þeim fjölmiðlum sem áhuga á því hafa. Sjálfur pungaði hann út 500 þúsund dollurum fyrir bækurnar eða jafnvirði rúmlega þrjátíu og þriggja milljóna íslenskra króna. Anna Nicole Smith fannst eins og kunnugt er látin á hótelherbergi í Flórída þann 8. febrúar síðast liðinn og stendur rannsókn á dauða hennar enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×