Erlent

Kosið í Hong Kong á sunnudaginn

Alan Leong sést hér hægra megin á myndinni. Vinstra megin er kjörseðill frá því að kosið var um hvort að kjósendur myndu hafa lokaorðið um skipanina í stöðu framkvæmdastjóra svæðisins.
Alan Leong sést hér hægra megin á myndinni. Vinstra megin er kjörseðill frá því að kosið var um hvort að kjósendur myndu hafa lokaorðið um skipanina í stöðu framkvæmdastjóra svæðisins. MYND/AFP
Á sunnudaginn fara fram í Hong Kong fyrstu kosningar, þar sem kosið er um fleiri en einn frambjóðanda, síðan Bretar létu svæðið af hendi til Kínverja fyrir tæpum tíu árum. Í henni verður kosið á milli Donald Tsang, sem nú er framkvæmdastjóri svæðisins, og Alan Leong, en hann er lýðræðissinni.

Íbúar Hong Kong eru þó ekki alsáttir með kosningarnar þar sem að atkvæði þeirra ráða ekki úrslitum kosninganna. 800 mann þing, sem hlynnt er stjórnvöldum í Peking í Kína, mun ráða í stöðu framkvæmdastjóra Hong Kong og meirihluti þess hefur þegar sagst styðja Tsang.

Leong segir hins vegar að hann hafi aldrei búist við því að fá stöðuna. Hann hafi boðið sig fram til þess að sýna fram á vilja fólksins og stuðla að því að lýðræði nái fótfestu í hugum og hjörtum íbúa Hong Kong.

Síðan að Kínverjar tóku völdin í Hong Kong hafa tvö kerfi verið við lýði og kalla stjórnvöld í Peking kerfið „eitt land, tvö stjórnkerfi" Hong Kong nýtur því töluverðs sjálfstæðis frá Kína. Engu að síður sýna Kínverjar reglulega fram á að þeir ráða lögum og lofum á svæðinu. Kína hefur meðal annars sett lög um að Hong Kong geti orðið lýðræði án samþykkis stjórnvalda í Peking.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×