Erlent

Bretar heimta sjóliða sína aftur

Bresku sjóliðarnir voru á gúmmíbát þegar þeir voru teknir.
Bresku sjóliðarnir voru á gúmmíbát þegar þeir voru teknir.

Bretar hafa krafist þess að Íranar láti strax lausa fimmtán breska sjóliða sem þeir handtóku þegar þeir voru við venjubundið eftirlit um borð í flutningaskipi undan ströndum Íraks. Bretarnir veittu enga mótspyrnu þegar írönsk flotasveit dreif að þegar þeir voru á leið frá skipinu á gúmmíbátum sínum. Skipið sem þeir voru að skoða var í Íraskri landhelgi.

Sendiherra Írans í Lundúnum var boðaður á fund í breska utanríkisráðuneytinu, þar sem þess var krafist að sjóliðunum yrði skilað, sem og búnaði þeirra. Talsmaður ráðuneytisins segir að þeir líti á þetta sem misskilning, sem verði fljótlega leiðréttur.

Spenna fer vaxandi milli Írans og vesturlanda, þar sem búist er við að Sameinuðu þjóðirnar greiði atkvæði á morgun um frekari refsiaðgerðir gegn Íran vegna stefnu landsins í kjarnorkumálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×