Erlent

700 manna gifting í Belgíu

Fólkið stígur brúðkaupsdansinn í rigningunni í kvöld.
Fólkið stígur brúðkaupsdansinn í rigningunni í kvöld. MYND/AFP
Um 700 belgar létu gefa sig saman í táknrænni athöfn í flæmska bænum St-Niklaas í norðurhluta Belgíu í kvöld. Í febrúar sem leið höfðu þrjú pör neitað að láta svartan prest sem þar starfar gefa sig saman.

Varaborgarstjórinn í bænum, Wouter Van Bellingen, er einnig svartur og ákvað að efna til fjöldagiftingar til þess að mótmæla kynþáttahatri. Dagurinn í dag var valinn vegna þess að hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttahatri.

Eftir athöfnina, sem byrjaði á risastóru hópfaðmlagi, var boðið upp á fjölmenningarlegt eftirréttahlaðborð og vitanlega var brúðkaupsvalsinn stiginn. Að lokum var svo tekin brúðkaupsmynd af hjónunum 350.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×