Erlent

Uppreisnarmenn beita börnum fyrir sig

Ungur drengur stendur við flak bifreiðarinnar sem sprakk á sunnudaginn var.
Ungur drengur stendur við flak bifreiðarinnar sem sprakk á sunnudaginn var. MYND/AFP
Talsmaður bandaríska hersins sagði í dag að uppreisnarmenn í Írak hefðu notað börn í sprengjuárás. Hershöfðinginn Michael Barbero sagði að bíl hefði verið hleypt í gegnum öryggishlið þar sem tvö börn sátu í aftursætunum. Bíllinn var síðan sprengdur í loft upp.

Barbero sagði þetta merki um að uppreisnarmenn væru farnir að bregðast við hertum öryggisaðgerðum Bandaríkjamanna. Fimm manns létust í árásinni, þar á meðal börnin tvö. Sjö særðust í henni. Árásin átti sér stað á sunnudaginn var.

Tveir fullorðnir voru í bílnum en þeir yfirgáfu bílinn þegar inn á markaðstorgið var komið og skildu börnin eftir inni í honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×