Erlent

Handtóku 171 í aðgerðum gegn mafíunni

Á myndinni sjást lögreglumenn handtaka mann og hópur fólks að mótmæla handtökunni.
Á myndinni sjást lögreglumenn handtaka mann og hópur fólks að mótmæla handtökunni. MYND/AFP

Ítalska lögreglan handtók í dag vel á annað hundrað manns í aðgerðum gegn mafíunni í Napólí. Heilu fjölskyldurnar voru þá sendar í steininn en alls var um 171 manns að ræða. Þúsund lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Eiturlyfjahringur var leystur upp og afhjúpuð ýmis glæpastarfsemi sem mun að sögn lögreglu hafa skilað jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna króna í tekjur á mánuði.

Það var vitnisburður mafíuforingja sem leiddi til áhlaupsins en sá mun hafa unnið með lögreglu í fimm ár. Lögreglan sagði að eitt það merkilegasta sem hefði komið í ljós væri aukið hlutverk kvenna hjá mafíunni. Þær hafa tekið að sér sífellt stærra hlutverk þar sem karlarnir þeirra hafa hver á fætur öðrum verið settir bak við lás og slá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×