Erlent

Málfrelsi nemenda í hættu í Bandaríkjunum

Kenneth Starr sést hér ræða við fréttamenn fyrir utan hæstarétta Bandaríkjanna í dag.
Kenneth Starr sést hér ræða við fréttamenn fyrir utan hæstarétta Bandaríkjanna í dag. MYND/AP
Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú fyrir sér málfrelsi í nemenda í skólum í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár sem slíkt mál kemur fyrir dómstólinn. Dæmt verður um hvort að skólastjóri hafi brotið á málfrelsi nemanda þegar að hún rak nemandann úr skólanum fyrir að sýna borða sem á stóð „Reykjum gras fyrir Jesús." (e. Bong hits 4 Jesus).

Menntaskólanemandinn Joseph Frederick sýndi borðann á skólaferðalagi á meðan hlaupið var með Ólympíueldinn í gegnum bæinn Juneau í Alaska. Kenneth Starr, frægur fyrir að vera saksóknari í Monicu Lewinsky málinu, er lögmaður skólastjórans. Hann segir skólastjórann hafa brugðist við samkvæmt reglum skólans. Drengurinn segir hins vegar að þetta hafi verið tilraun til þess að vera fyndinn og komast í sjónvarpið.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum vonast til þess að úrskurðað verði skólastjóranum í hag svo að skólayfirvöld geti komið í veg fyrir að nemendur komi ósæmilegum skilaboðum á framfæri þegar það á ekki við. Dómararnir eru þó ekki jafn hlynntir því að skerða málfrelsi nemenda. Einn dómaranna sagði nemandann eingöngu vera að tjá sig um pólitískt málefni og því væri varla hægt að reka hann úr skóla vegna atviksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×