Erlent

Þingkosningar í Finnlandi

Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli.

Miðflokki Vanhanens er spáð fjórðungi atkvæða og þakka kjósendur stjórninni gott ástand efnhagsmála. Svo gæti þó farið að miðflokkur Vanhanens velji sér annan samstarfsflokk fyrir næsta kjörtímabil fari sem horfir. Hægrimenn hafa bætt við sig fylgi í könnunum og gætu orðið álitlegri kostur til samstarfs en jafnaðarmenn.

Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan sex í kvöld. Þá verða fyrstu tölur birtar en búist við endanlegum úrslitum seint í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×