Erlent

Atkvæði greidd um þjóðstjórn

Palestínska þingið greiðir í dag atkvæði um þjóðstjórn Palestínumanna sem skipuð var í vikunni. Leiðtogar Fatah- og Hamas-samtakanna komust þá að samkomulagi um að þrír óháðir fulltrúar tækju að sér lykilembætti, þar á meðal innanríkisráðuneytið sem helst var deilt um.

Búist er við að þingið samþykki ráðherraskipan. Vonast er til að með þessu verði bundinn endir á innbyrðist átök Palestínumanna og samskiptabann vesturveldanna.

Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa gefið til kynna að viðhorf þeirra til heimastjórnar Palestínumanna gætu mildast en Ísraelar segja skipan hennar skref aftur á bak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×