Erlent

Hermennirnir hugsanlega heim fyrir september árið 2008

Samkvæmt frumvarpinu sem nefndin samþykkti gætu bandarískir hermenn yfirgefið Írak fyrir fyrsta september á næsta ári.
Samkvæmt frumvarpinu sem nefndin samþykkti gætu bandarískir hermenn yfirgefið Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. MYND/AFP

Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti nú síðdegis áætlun demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Nefndin samþykkti aukafjárútlát til stríðsrekstursins en með þungum skilyrðum.

Atkvæði féllu mestmegnis eftir flokkslínum. Búist er við að fulltrúadeildin taki frumvarpið til umræðu strax í næstu viku. Bandaríkjaforseti hefur hótað að beita neitunarvaldi verði frumvarpið samþykkt óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×