Erlent

Reka 300 starfsmenn

Danska ríkisútvarpið ætlar að segja upp 10% starfsmanna sinna á þessu ári vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfuðstöðva sem hefur farið fram úr áætlun. Fjölmargir starfsmenn lögðu niður vinnu í dag til að mótmæla aðgerðunum.

Aðalfréttatímar á báðum rásum danska ríkisútvarpsins féllu niður í dag vegna aðgerða starfsmanna. Tilkynnt var í dag að 300 starfsmönnum yrði sagt upp á þessu ári, þeim fyrstu í júní. Ástæðan er sú að kostnaður vegna byggingar nýrra höfuðstöðva danska ríkisútvaprsins í Kaupmannahöfn hefur farið langt fram úr áætlun - eða um sem nemur jafnvirði rúmlega 20 milljarða íslenskra króna.

Danska ríkisútvarpið sagði upp 100 starfsmönnum fyrir tveimur árum en þá þegar var verkefnið orðið dýrara en upphaflega var áætlað.

Jørgen Laurvig, trúnaðarmaður starfsmanna, segir að þegar hafi verið skorið mikið niður hjá danska ríkisútvarpinu og allir sem séu þar enn vinni eins mikið og þeir geti. Nú sé hins vegar þannig komið að það fari að sjá á sjónvarps- og útvarpsefni og því sem sett sé á vefinn hve margir hafi verið látnir fara og mikið skorið niður. Komið sé að því að þessi umdeilda nýbygging hafi áhrif á gæði þess sem áhorfendur, hlustendur og vefnotendur fái að sjá, heyra og skoða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×