Erlent

Norska lögreglan segist hlusta

Norska lögreglan hefur, í fyrsta skipti birt yfirlit yfir klögumál á hendur lögregluþjónum og málsmeðferð þeirra. Samkvæmt skýrslunni viðurkennir lögreglan að í fjórum tilfellum af hverjum tíu hafi meðferð lögreglu verið ámælisverð eða óheppileg.

Vidar Refvik, varalögreglustjóri í Osló segir að það sé mikilvægt fyrir lögregluna að hafa yfirsýn yfir klögumál og kærur, til þess að geta bætt sig í starfi. Honum finnst að tölurnar sem hér voru nefndar sýna að lögreglan taki klögumál alvarlega og sé tilbúin til þess að hlusta á þá sem telji sig hafa verið misrétti beitta á einhvern hátt.

Það eru lögreglustjórarnir í hverju umdæmi fyrir sig, sem taka klögumál fyrst fyrir. Ef viðkomandi borgari vill ekki sætta sig við niðurstöður hans, getur hann vísað málinu til yfirstjórnar ríkislögreglunnar. Ef þar fæst ekki lausn heldur, eru dómstólar síðasta úrræðið.

Samtals barst 701 klögumál til allra umdæma norsku lögreglunnar, á síðsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×