Erlent

Kastali Drakúla til sölu

Bran-kastali í Rúmeníu, betur þekktur sem heimili Drakúla greifa, er til sölu. Kaupandi þarf að reiða fram jafnvirði tæpra 7 milljarða íslenskra króna fyrir þennan 13. aldar kastala.

Vlad III, stjaksetjarinn illræmdi, er sagður hafa búið þar fyrir tæpum 600 árum þótt það hafi aldrei verið staðfest. Vlad þessi er sagður fyrirmyndin að Drakúla í bók Brams Stoker.

Kommúnistar lögðu kastalann undir sig eftir seinni heimsstyrjöldina. Í sumar var hann afhentur réttum eigendum, afkomendum fyrrverandi konungsfjölskyldu Rúmeníu, sem hafa boðið hann til sölu. Rúmensk stjórnvöld vildu helst kaupa hann en hafa ekki efni á kastalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×